Viðskipti erlent

Jólaverslun Breta mun nema 4700 milljörðum króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra Bretlands með ungum breskum neytendum. Mynd/ AFP.
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra Bretlands með ungum breskum neytendum. Mynd/ AFP.
Breskir neytendur munu kaupa fyrir 23 milljarða punda, eða 4700 milljarða íslenskra króna, út á debetkort fyrir þessi jól. Þetta er 4% aukning frá því í fyrra samkvæmt spá Barclays bankans. Verslun í stórmörkuðum mun nema um 5 milljörðum punda, eða 1000 milljörðum króna, en um einum milljarði verður varið á bensínstöðvum.

Á vef Telegraph segir að ólíklegra sé að kaupmenn muni bjóða viðskiptavinum sínum jafn mikla afslætti og voru í boði fyrir síðustu jól, en það bendi til þess að líkur séu á aukinni neyslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×