Statoil vill bora eftir olíu við Grænland 25. nóvember 2009 08:50 Norska olíufélagið Statoil hefur áhuga á að bora eftir olíu við Grænland. Ætlar félagið að taka þátt í útboðum á olíuvinnslu við landið en reiknað er með að slík útboð fari í gang innan þriggja ára.Í frétt um málið á vefsíðu Dagens Næringsliv segir að misheppnuð tilraun Statoil til að finna olíu undan vesturströnd Grændlands árið 2000 minnki ekki áhuga Statoil á því að reyna aftur. Tilraunaborhola á þeim tíma reyndist „þurr" en félagið eyddi hátt í 8 milljörðum kr. í það verkefni.„Við teljum að Grænland geti verið „heitur reitur"", segir Lars Troen Sörensen fjárfestatengill hjá Statoil í samtali við Dagens Næringsliv.Þeirri skoðun deilir Sörsensen með Landfræðistofnun Bandaríkjanna, U.S. Geological Survey en árið 2007 gaf stofnunin út skýrslu um að það væru 31 milljarður tunna af olíu undir ísnum við Grænland. Verðmæti þess magns hleypur á yfir 2.000 milljörðum kr.Ennfremur kom fram í skýrslunni að olían undir ísnum við austurströnd Grænlands væri álíka mikil og þriðjungur allrar olíu sem hefur fundist í Norðursjó. Ef þetta mat stofnunarinnar er rétt sitja Grænlendingar á níundu mestu olíubirgðum í heiminum. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Norska olíufélagið Statoil hefur áhuga á að bora eftir olíu við Grænland. Ætlar félagið að taka þátt í útboðum á olíuvinnslu við landið en reiknað er með að slík útboð fari í gang innan þriggja ára.Í frétt um málið á vefsíðu Dagens Næringsliv segir að misheppnuð tilraun Statoil til að finna olíu undan vesturströnd Grændlands árið 2000 minnki ekki áhuga Statoil á því að reyna aftur. Tilraunaborhola á þeim tíma reyndist „þurr" en félagið eyddi hátt í 8 milljörðum kr. í það verkefni.„Við teljum að Grænland geti verið „heitur reitur"", segir Lars Troen Sörensen fjárfestatengill hjá Statoil í samtali við Dagens Næringsliv.Þeirri skoðun deilir Sörsensen með Landfræðistofnun Bandaríkjanna, U.S. Geological Survey en árið 2007 gaf stofnunin út skýrslu um að það væru 31 milljarður tunna af olíu undir ísnum við Grænland. Verðmæti þess magns hleypur á yfir 2.000 milljörðum kr.Ennfremur kom fram í skýrslunni að olían undir ísnum við austurströnd Grænlands væri álíka mikil og þriðjungur allrar olíu sem hefur fundist í Norðursjó. Ef þetta mat stofnunarinnar er rétt sitja Grænlendingar á níundu mestu olíubirgðum í heiminum.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira