Viðskipti erlent

Gjaldþrotabeiðnir vegna einstaklinga hafa þrefaldast

Fjöldi gjaldþrotabeiðna á hendur einstaklinga hefur þrefaldast milli áranna 2007 og 2008. Beiðnirnar voru 18 talsins árið 2007 en voru 46 talsins í fyrra.

Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur þingmanns Framsóknar á alþingi.

Gjaldþrotaúrskurðum hefur hinsvegar fjölgað mun meir milli þessara tveggja ár eða úr 6 úrskurðum árið 2007 og í 26 úrskurði í fyrra sem er rúmlega fjórföldun.

Þegar skoðaðar eru tölur um gjaldþrotabeiðnir á hendur lögaðila kemur í ljós að fjöldinn hefur aukist nokkuð milli áranna eða úr 582 árið 2007 og í 626 í fyrra. Gjaldþrotaúrskurðum hefur hinsvegar fækkað milli áranna eða úr 322 árið 2007 og í 291 í fyrra.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×