Svissneskir bankastjórar settir í farbann 27. mars 2009 13:25 Töluverður fjöldi svissneskra banka hafa nú sett bankastjóra sína í farbann. Mega þeir ekki einu sinni ferðast til nágrannalanda á borð við Frakkland og Þýskaland. Ástæðan fyrir farbanninu er ótti um að bankastjórarnir verði kyrrsettir erlendis vegna hlutdeildar bankanna í skattsvikum og öðru ólöglegu athæfi. Financial Times fjallar um málið og þar segir að stöðugt fleiri einkabankar í Sviss, einkum í Genf, hafi sett bankastjóra sín í farbann. Óttinn við kyrrsetningu er ekki ástæðulaus. Nefna má að nýlega var einn af bankastjórum UBS kyrrsettur af bandarískum yfirvöldum þar í landi. Grunur lék á að bankinn hefði aðstoðað fjölda Bandaríkjamanna við skattsvik. Bankastjórinn var ekki leystur úr haldi fyrr en UBS hafði fallist á að greiða 800 milljónir dollara í sekt. Svissneskur bankamaður, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir í samtali við Financial Times að ef hann ferðist til Þýskalands í dag eigi hann á hættu að verða handtekinn þar af tollyfirvöldum. Hið sama gildi um lönd á borð við Bandaríkin. „Ef ég þarf að ferðast til Bandaríkjanna hugsa ég mig um tvisvar áður en ég legg af stað," segir hann. Og þessi bankamaður bætir því við að menn séu jafnvel hættir að ferðast til Frakklands. „Staðan er nú sú að við höldum okkur bara alfarið heima í Genf," segir þessi bankamaður. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Töluverður fjöldi svissneskra banka hafa nú sett bankastjóra sína í farbann. Mega þeir ekki einu sinni ferðast til nágrannalanda á borð við Frakkland og Þýskaland. Ástæðan fyrir farbanninu er ótti um að bankastjórarnir verði kyrrsettir erlendis vegna hlutdeildar bankanna í skattsvikum og öðru ólöglegu athæfi. Financial Times fjallar um málið og þar segir að stöðugt fleiri einkabankar í Sviss, einkum í Genf, hafi sett bankastjóra sín í farbann. Óttinn við kyrrsetningu er ekki ástæðulaus. Nefna má að nýlega var einn af bankastjórum UBS kyrrsettur af bandarískum yfirvöldum þar í landi. Grunur lék á að bankinn hefði aðstoðað fjölda Bandaríkjamanna við skattsvik. Bankastjórinn var ekki leystur úr haldi fyrr en UBS hafði fallist á að greiða 800 milljónir dollara í sekt. Svissneskur bankamaður, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir í samtali við Financial Times að ef hann ferðist til Þýskalands í dag eigi hann á hættu að verða handtekinn þar af tollyfirvöldum. Hið sama gildi um lönd á borð við Bandaríkin. „Ef ég þarf að ferðast til Bandaríkjanna hugsa ég mig um tvisvar áður en ég legg af stað," segir hann. Og þessi bankamaður bætir því við að menn séu jafnvel hættir að ferðast til Frakklands. „Staðan er nú sú að við höldum okkur bara alfarið heima í Genf," segir þessi bankamaður.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira