Viðskipti erlent

Fjárlaganefnd sænska þingsins samþykkir Íslandslán

Fjárlaganefnd sænska þingsins samþykkti í dag fyrirhugað lán Svía til Íslands upp á 6,5 milljarða sænskra kr. eða sem svarar til tæplega 85 milljarða kr..

Í frétt um málið á di.se segir að nefndin hafi þó gert athugasemdir við að rökstuðningur sænsku stjórnarinnar fyrir lánveitingunni sé of takmarkaður og vill fá meiri upplýsingar um þau kjör sem verða á láninu.

Í tilkynningu frá nefndinni segir að sænskum stjórnvöldum beri að veita Íslendingum þetta lán til að aðstoða þá við þær gífurlegu efnahagsþrengingar sem þjóðin gengur í gegnum.

"Ísland er norræn frændþjóð okkar. Svíþjóð hefur þar að auki umfangsmikil efnahagsleg, pólitísk og menningarleg tengsl við landið. Það er því eðlilegt að Svíþjóð bregðist við þegar Ísland þarfnast aðstoðar," segir í tilkynningu nefndarinnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×