Bandaríkjastjórn vill ekki þjóðnýta bankana 20. febrúar 2009 22:19 Stjórnvöld í Washington sendu skýr skilaboð í dag um að ekki stæði til að þjóðnýta tvo af stærstu bönkum Bandaríkjanna þrátt fyrir að hlutabréf í þeim hríðfélli. Sögusagnir á Wall Street um að bankarnir yrðu þjóðnýttir leiddi til þess að helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu í dag. Þar óttast fjárfestar að ríkið taki bankana yfir og hlutafé í þeim þurrkist út. Citigroup féll um 20%, en Bank of America féll um 12% í viðskiptum í kvöld en hlutir í þessum fyrirtækjum hækkuðu örlítið aftur seinna um kvöldið. Ríkisstjórnin er staðföst í þeirri skoðun sinni að bankakerfið eigi að vera einkarekið og gott eftirlit eigi að vera með bönkunum," sagði Robert Gibbs, fjölmiðlafulltrúi í Hvíta húsinu. „Þetta hefur verið skoðun okkar um alllangt skeið og verður það áfram," sagði Gibbs jafnframt. Fjárfestar virðast hafa sífellt minni trú á því að bankakerfið geti rétt sig við af sjálfu sér. Þegar hefur töluverðu af fé skattgreiðenda verið dælt í bankana í þeirri viðleitni stjórnvalda að bjarga fjármálakerfinu. Þegar einn blaðamaður lagði til að Gibbs gæfi út yfirlýsingu um að Obama myndi aldrei þjóðnýta bankana sagðist Gibbs ekki geta gefið út slíka yfirlýsingu. „Ég held að ég hafi verið nokkuð skýr í máli mínu um það kerfi sem þessi þjóð vill búa við," sagði Gibbs. Mest lesið Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stjórnvöld í Washington sendu skýr skilaboð í dag um að ekki stæði til að þjóðnýta tvo af stærstu bönkum Bandaríkjanna þrátt fyrir að hlutabréf í þeim hríðfélli. Sögusagnir á Wall Street um að bankarnir yrðu þjóðnýttir leiddi til þess að helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu í dag. Þar óttast fjárfestar að ríkið taki bankana yfir og hlutafé í þeim þurrkist út. Citigroup féll um 20%, en Bank of America féll um 12% í viðskiptum í kvöld en hlutir í þessum fyrirtækjum hækkuðu örlítið aftur seinna um kvöldið. Ríkisstjórnin er staðföst í þeirri skoðun sinni að bankakerfið eigi að vera einkarekið og gott eftirlit eigi að vera með bönkunum," sagði Robert Gibbs, fjölmiðlafulltrúi í Hvíta húsinu. „Þetta hefur verið skoðun okkar um alllangt skeið og verður það áfram," sagði Gibbs jafnframt. Fjárfestar virðast hafa sífellt minni trú á því að bankakerfið geti rétt sig við af sjálfu sér. Þegar hefur töluverðu af fé skattgreiðenda verið dælt í bankana í þeirri viðleitni stjórnvalda að bjarga fjármálakerfinu. Þegar einn blaðamaður lagði til að Gibbs gæfi út yfirlýsingu um að Obama myndi aldrei þjóðnýta bankana sagðist Gibbs ekki geta gefið út slíka yfirlýsingu. „Ég held að ég hafi verið nokkuð skýr í máli mínu um það kerfi sem þessi þjóð vill búa við," sagði Gibbs.
Mest lesið Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira