Bandaríkjastjórn vill ekki þjóðnýta bankana 20. febrúar 2009 22:19 Stjórnvöld í Washington sendu skýr skilaboð í dag um að ekki stæði til að þjóðnýta tvo af stærstu bönkum Bandaríkjanna þrátt fyrir að hlutabréf í þeim hríðfélli. Sögusagnir á Wall Street um að bankarnir yrðu þjóðnýttir leiddi til þess að helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu í dag. Þar óttast fjárfestar að ríkið taki bankana yfir og hlutafé í þeim þurrkist út. Citigroup féll um 20%, en Bank of America féll um 12% í viðskiptum í kvöld en hlutir í þessum fyrirtækjum hækkuðu örlítið aftur seinna um kvöldið. Ríkisstjórnin er staðföst í þeirri skoðun sinni að bankakerfið eigi að vera einkarekið og gott eftirlit eigi að vera með bönkunum," sagði Robert Gibbs, fjölmiðlafulltrúi í Hvíta húsinu. „Þetta hefur verið skoðun okkar um alllangt skeið og verður það áfram," sagði Gibbs jafnframt. Fjárfestar virðast hafa sífellt minni trú á því að bankakerfið geti rétt sig við af sjálfu sér. Þegar hefur töluverðu af fé skattgreiðenda verið dælt í bankana í þeirri viðleitni stjórnvalda að bjarga fjármálakerfinu. Þegar einn blaðamaður lagði til að Gibbs gæfi út yfirlýsingu um að Obama myndi aldrei þjóðnýta bankana sagðist Gibbs ekki geta gefið út slíka yfirlýsingu. „Ég held að ég hafi verið nokkuð skýr í máli mínu um það kerfi sem þessi þjóð vill búa við," sagði Gibbs. Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Stjórnvöld í Washington sendu skýr skilaboð í dag um að ekki stæði til að þjóðnýta tvo af stærstu bönkum Bandaríkjanna þrátt fyrir að hlutabréf í þeim hríðfélli. Sögusagnir á Wall Street um að bankarnir yrðu þjóðnýttir leiddi til þess að helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu í dag. Þar óttast fjárfestar að ríkið taki bankana yfir og hlutafé í þeim þurrkist út. Citigroup féll um 20%, en Bank of America féll um 12% í viðskiptum í kvöld en hlutir í þessum fyrirtækjum hækkuðu örlítið aftur seinna um kvöldið. Ríkisstjórnin er staðföst í þeirri skoðun sinni að bankakerfið eigi að vera einkarekið og gott eftirlit eigi að vera með bönkunum," sagði Robert Gibbs, fjölmiðlafulltrúi í Hvíta húsinu. „Þetta hefur verið skoðun okkar um alllangt skeið og verður það áfram," sagði Gibbs jafnframt. Fjárfestar virðast hafa sífellt minni trú á því að bankakerfið geti rétt sig við af sjálfu sér. Þegar hefur töluverðu af fé skattgreiðenda verið dælt í bankana í þeirri viðleitni stjórnvalda að bjarga fjármálakerfinu. Þegar einn blaðamaður lagði til að Gibbs gæfi út yfirlýsingu um að Obama myndi aldrei þjóðnýta bankana sagðist Gibbs ekki geta gefið út slíka yfirlýsingu. „Ég held að ég hafi verið nokkuð skýr í máli mínu um það kerfi sem þessi þjóð vill búa við," sagði Gibbs.
Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira