Breskir bankastjórar grillaðir hjá þingnefnd um bankahrunið 10. febrúar 2009 12:27 Fyrrverandi framkvæmdastjórar og stjórnarformenn tveggja stærstu banka Bretlandseyja báðust í dag afsökunar á framferði sínu fyrir bankahrun. Þeir báru vitni fyrir breskri þingnefnd þar sem hart var gengið á þá. Þeir sem báru vitni fyrir rannsóknarnefnd breska fjármálaráðuneytisins í morgun voru Fred Goodwin og Tom McKillop, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Royal Bank of Scotland, og Andy Hornby og Stevenson lávarður, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Halifax Bank of Scotland. Þeir eru sakaðir um að hafa farið með bankana sína að bjargbrúninni en breska ríkið hefur tekið yfir bankana tvo að stórum hluta til að bjarga þeim frá hruni. Í byrjun nefndarfundarins í morgun báðust þeir allir innilega afsökunar á mistökum í rekstri bankanna og afleiðingum þess. Þeir bættu því allir við að fara yrði ítarlega í saumana á fyrirkomulagi bónusgreiðslna hjá breskum bönkum en bresk stjórnvöld hafa gagnrýnt það harðlega. Engar slíkar greiðslur eru inntar af hendi til stjórnenda þeirra bank sem breska ríkið hefur aðstoðað. Fred Goodwin og Andy Hornby sögðust ekki haa þegið bónusgreiðslur í fyrra. Hornby sagði að allar slíkar greiðslur árin á undan hafi farið í kaup á bréfum í bankanum - því hafi hann tapað töluverðu fé. Tom McKillop viðurkenndi fyrir nefndinni að mörg viðskipti sem höfðu áður gert Royal Bank of Scotland að einum stærsta banka heims hafi verið óráðleg. Kaupin á hollenska bankanum ABN Amro í lok árs 2007 þá sérstaklega. Fred Goodwin neitaði ásökunum um að hann og aðrir stjórnendur Royal Bank of Scotland hafi haft að engu aðvarnir Englandsbanka og Breska fjármálaeftirlitsins um að mikil og alvarleg kreppa væri yfirvofandi. Hann hafi áttað sig á því að niðursveifla væri í vænum en ekki séð fyrir sér að hún yrði jafn djúp og raun hafi borið vitni. Mótmælendur voru fyrir utan húsið þar sem yfirheyrslurnar fóru fram. Þar voru meðal annars félagar í verkalýðsfélögum sem gengu með spjöld sem á voru ritaðar spurningar til bankastjórnendanna fyrrverandi og spurt hvort þeir væru að hugsa um litla manninn en ákvarðanir bankamannanna hefðu stefnt störfum þessa fólks í hættu. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrrverandi framkvæmdastjórar og stjórnarformenn tveggja stærstu banka Bretlandseyja báðust í dag afsökunar á framferði sínu fyrir bankahrun. Þeir báru vitni fyrir breskri þingnefnd þar sem hart var gengið á þá. Þeir sem báru vitni fyrir rannsóknarnefnd breska fjármálaráðuneytisins í morgun voru Fred Goodwin og Tom McKillop, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Royal Bank of Scotland, og Andy Hornby og Stevenson lávarður, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Halifax Bank of Scotland. Þeir eru sakaðir um að hafa farið með bankana sína að bjargbrúninni en breska ríkið hefur tekið yfir bankana tvo að stórum hluta til að bjarga þeim frá hruni. Í byrjun nefndarfundarins í morgun báðust þeir allir innilega afsökunar á mistökum í rekstri bankanna og afleiðingum þess. Þeir bættu því allir við að fara yrði ítarlega í saumana á fyrirkomulagi bónusgreiðslna hjá breskum bönkum en bresk stjórnvöld hafa gagnrýnt það harðlega. Engar slíkar greiðslur eru inntar af hendi til stjórnenda þeirra bank sem breska ríkið hefur aðstoðað. Fred Goodwin og Andy Hornby sögðust ekki haa þegið bónusgreiðslur í fyrra. Hornby sagði að allar slíkar greiðslur árin á undan hafi farið í kaup á bréfum í bankanum - því hafi hann tapað töluverðu fé. Tom McKillop viðurkenndi fyrir nefndinni að mörg viðskipti sem höfðu áður gert Royal Bank of Scotland að einum stærsta banka heims hafi verið óráðleg. Kaupin á hollenska bankanum ABN Amro í lok árs 2007 þá sérstaklega. Fred Goodwin neitaði ásökunum um að hann og aðrir stjórnendur Royal Bank of Scotland hafi haft að engu aðvarnir Englandsbanka og Breska fjármálaeftirlitsins um að mikil og alvarleg kreppa væri yfirvofandi. Hann hafi áttað sig á því að niðursveifla væri í vænum en ekki séð fyrir sér að hún yrði jafn djúp og raun hafi borið vitni. Mótmælendur voru fyrir utan húsið þar sem yfirheyrslurnar fóru fram. Þar voru meðal annars félagar í verkalýðsfélögum sem gengu með spjöld sem á voru ritaðar spurningar til bankastjórnendanna fyrrverandi og spurt hvort þeir væru að hugsa um litla manninn en ákvarðanir bankamannanna hefðu stefnt störfum þessa fólks í hættu.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira