Viðskipti erlent

Rússneskir bankar leita á náðir ríkisstjórnarinnar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Peningahvelfing í rússneskum banka, galtóm.
Peningahvelfing í rússneskum banka, galtóm.

Rússneskir bankar hafa nú leitað til ríkisstjórnar landsins og farið þess á leit að hún komi að samningaviðræðum þeirra við erlenda lánardrottna um endurfjármögnun skulda sem nema 400 milljörðum dollara og eiga að vera uppgreiddar innan fjögurra ára.

Þessa skuldbindingu treysta bankarnir sér illa til að ráða við, en meðal lánardrottna er breski bankinn HSBC. Að sögn forstöðumanns rússnesku bankasamtakanna hefur ríkisstjórnin ekki enn svarað erindi bankanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×