Viðskipti erlent

Fjársvikamaðurinn Madoff þvingaður í gjaldþrot

Fjársvikamaðurinn Bernard Madoff.
Fjársvikamaðurinn Bernard Madoff. MYND/AP
Fjársvikamaðurinn Bernard Madoff gæti verið þvingaður í persónulegt gjaldþrot til að tryggja að allar eignir hans verði notaðar til að greiða þeim fjárfestum sem hann sveik til baka. Dómari í New York greindi frá þessu í dag.

Ef Madoff verður keyrður í gjaldþrot getur það hjálpað skuldunautum að ganga á eigur hans. Skuldunautar hans þurfa að taka lokaákvörðunina í málinu, en nú er þeim þessi leið fær.

Fjársvikamál Madoffs er eitt það stærsta sinnar tegundar á Wall Street, en hann er ákærður fyrir að hafa dregið að sér allt að 50 milljarða dollara með svikum á tuttugu ára tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×