Viðskipti erlent

Barbie fór í lýtaaðgerð og hefur aldrei selst jafn illa

Barbie á undir högg að sækja þrátt fyrir lýtaaðgerðir.
Barbie á undir högg að sækja þrátt fyrir lýtaaðgerðir.

Hin síunga Barbie á heldur betur undir högg að sækja þessa daganna en samkvæmt fréttavef The Guardian þá hefur salan á goðsagnakenndu dúkkunni í Bretlandi dregist saman um 42 prósent. Þess í stað hefur Lego, Playmobil og fleiri leikföng í svipuðum dúr aukið sölu sína um 20 til 40 prósent.

Þetta eru heldur vondar afmæliskveðjur fyrir hina íturvöxnu Barbie sem varð fimmtug í ár og státar mitti sem flestar konur myndu myrða fyrir.

Einn leikfangaframleiðandinn sagði að eftir kreppuna hafi Barbie sem og Bratz dúkkurnar minnkað talsvert í sölu. Hugsanlega væri það kreppunni að kenna og áhugaleysi á glysframleiðslu Hollywoods enda væri sá lífstíll fjarri fólki á krepputímum.

Þá eru uppi vangaveltur um það að almenningur hafi minna fé á milli handanna. Þess vegna kaupi það frekar leikföng sem nýtast vel og er hægt að erfa á milli kynslóða.

Barbie hefur oft verið umdeild og táknmynd kynjahlutverka á seinni árum. Kannski það sé ein af ástæðum lélegs gengis; jafnréttisbaráttan er farin að hafa víðtækari áhrif.

Þess má reyndar geta að í stað þess að fá hefðbundna afmælisgjöf á fimmtugsafmælinu þá fór Barbie í lýtaaðgerð. Eigandi Barbie, Mattel, fagnaði áfanganum með því að gefa henni skarpari kjálka, möndlulegri augu og þrýstnari varir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×