Viðskipti erlent

Kaupþing selur í Storebrand - gæti fengið 10 milljarða

Kaupþing í Bretlandi hefur ákveðið að selja 4,5% hlut sinn í norska tryggingarfélaginu Storebrand. Hugsanlega fær bankinn rúma 10 milljarða kr. fyrir hlutinn.

Í frétt á vefsíðunni e24.no undir fyrirsögninni „Kaupthing dumper Storebrand-aksjer" segir að Kaupþing hafi óskað eftir tilboðum í hlutinn síðdegis í dag og stendur söluferlið þar til í fyrramálið.

Um er að ræða rúmlega 20 milljón hluti. Verð á hlut eftir lokun markaða í dag nam 25,80 norskum kr. Ef það verð fæst mun Kaupþing fá rúma 10 milljarða kr. úr sölunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×