Viðskipti erlent

Framtíð Chrysler ræðst fyrir miðnætti

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá einni af verksmiðjum Chrysler.
Frá einni af verksmiðjum Chrysler.

Bakslag kom í björgunaráætlun bílaframleiðandans Chrysler í gær þegar samningaviðræður bandaríska fjármálaráðuneytisins og lánardrottna Chrysler sigldu í strand. Samningar um sameiningu Chrysler og ítölsku Fiat-verksmiðjanna ganga þó betur og eru á lokastigi að sögn heimildarmanns sem tekur þátt í viðræðum fyrirtækjanna.

Barack Obama hefur sett ströng skilyrði fyrir sex milljarða dollara fjárveitingu til Chrysler ofan á það sem þegar hefur verið veitt og hefur Chrysler frest til miðnættis í kvöld til að uppfylla þau.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×