Háskólagjöld Breta hækka vegna íslenska bankahrunsins 15. apríl 2009 09:05 Samtök háskóla í Bretlandi (Universities UK) hafa birt skýrslu þar sem fram kemur að skólagjöld nemenda við þessa skóla verði að hækka verulega m.a. vegna taps sumra þeirra á innistæðum sínum í íslensku bönkunum þegar þeir komust í þrot s.l. haust. Skýrslan er byggð á viðhorfum rektora við 133 háskóla til fjármögnunar háskólanna í framtíðinni. Þar kemur m.a. fram að skólagjöldin þurfi að hækka að jafnaði í a.m.k. 5.000 pund á ári eða í tæpa milljón kr. Í umfjöllun breska blaðsins Guardian segir að háskólarnir hafi orðið verulega fyrir barðinu á fjármálakreppunni og fylgifiskum hennar allt frá hruni íslensku bankanna og upp í að vera fórnarlömb í Ponzi-svikamyllu Bernard Madoff á Wall Street. Guardian tekur Manchester Metropolitan háskólann sem dæmi um háskóla sem fór verulega illa út úr hruni íslensku bankanna en skólinn tapaði 10 milljónum punda, nær tveimur milljörðum kr. í hruni þeirra. Raunar töpuðu aðrir þekktari háskólar, eins og t.d. Oxford og Cambridge mun hærri upphæðum á íslensku bönkunum en Manchester Metropolitan. Oxford, sem tapaði um 30 milljónum punda, var hinsvegar mun betur staddur fjárhagslega og með öflugri bakhjarla en Metropolitan. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samtök háskóla í Bretlandi (Universities UK) hafa birt skýrslu þar sem fram kemur að skólagjöld nemenda við þessa skóla verði að hækka verulega m.a. vegna taps sumra þeirra á innistæðum sínum í íslensku bönkunum þegar þeir komust í þrot s.l. haust. Skýrslan er byggð á viðhorfum rektora við 133 háskóla til fjármögnunar háskólanna í framtíðinni. Þar kemur m.a. fram að skólagjöldin þurfi að hækka að jafnaði í a.m.k. 5.000 pund á ári eða í tæpa milljón kr. Í umfjöllun breska blaðsins Guardian segir að háskólarnir hafi orðið verulega fyrir barðinu á fjármálakreppunni og fylgifiskum hennar allt frá hruni íslensku bankanna og upp í að vera fórnarlömb í Ponzi-svikamyllu Bernard Madoff á Wall Street. Guardian tekur Manchester Metropolitan háskólann sem dæmi um háskóla sem fór verulega illa út úr hruni íslensku bankanna en skólinn tapaði 10 milljónum punda, nær tveimur milljörðum kr. í hruni þeirra. Raunar töpuðu aðrir þekktari háskólar, eins og t.d. Oxford og Cambridge mun hærri upphæðum á íslensku bönkunum en Manchester Metropolitan. Oxford, sem tapaði um 30 milljónum punda, var hinsvegar mun betur staddur fjárhagslega og með öflugri bakhjarla en Metropolitan.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira