Viðskipti erlent

Gullverð hækkar í kreppunni

Gull virðist vera að hækka í verði þessa dagana ef marka má frétt breska blaðsins Telegraph af málinu. Verðið á einu únsi, tæpum 30 grömmum, fór upp fyrir 1000 bandaríkjadali, eða um 115 þúsund krónur, í viðskiptum í New York í dag. Þá fór verðið jafnframt hátt upp í 1000 dali í London en lækkaði svo nokkuð þegar leið á daginn.

„Fólk er hrætt um áhrif stýrivaxtastigsins, sem er nálægt núli, og áhrif efnahagsaðgerða á verðbólgu í framtíðinni. Fjárfestar horfa á lausnir við vandanum og vandamálið sjálft og uppgötvar að hvorutveggja hefur jákvæð áhrif á gullverð," segir Natalie Dempster, hjá Alþjóðagullráðinu.

Flestar hlutabréfavísitölur í heiminum lækkuðu í dag og það hefur ennfremur þau áhrif að verðið á gulli hækkar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×