Tívólí skiptir út Carlsberg fyrir Royal Unibrew 9. nóvember 2009 09:57 Hið sögufræga Tívolí í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að skipta út drykkjarvörum frá Carlsberg og taka inn Royal Unibrew í staðinn. Sem kunnugt er af fréttum eru Stoðir stærsti hluthafinn í Royal Unibrew og saman eiga Stoðir og Straumur rúmlega 20% hlut í þessum næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur. Breytingin tekur gildi frá og með áramótum og segir í frétt um málið á börsen.dk að í framtíðinni verði gestum í Tívólí boðið upp á Royal bjórtegundir, Pepsi, Faxe Kondi, Heineken, Nikoline og Egekilde. Um samning til fimm ára er að ræða. Lars Liebst forstjóri Tívolí segir að hann sé ánægður með þessi skipti. Samtímis verður Royal Unibrew kostunaraðili fyrir tónleikaröðina Fredagsrock en þar er um 20 tónleika að ræða á hverju ári og samtals sækja um hálf milljón gesta hana. "Tívolí er eitt sterkasta vörumerki Danmerkur og þetta er því samstarf sem við erum mjög stolt af," segir Hans Savonije forstjóri Norður-Evrópudeildar Royal Unibrew í samtali við börsen.dk. "Þetta gefur okkur einstakt tækifæri til að styrkja markaðsstöðu okkar á höfuðborgarsvæðinu." Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hið sögufræga Tívolí í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að skipta út drykkjarvörum frá Carlsberg og taka inn Royal Unibrew í staðinn. Sem kunnugt er af fréttum eru Stoðir stærsti hluthafinn í Royal Unibrew og saman eiga Stoðir og Straumur rúmlega 20% hlut í þessum næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur. Breytingin tekur gildi frá og með áramótum og segir í frétt um málið á börsen.dk að í framtíðinni verði gestum í Tívólí boðið upp á Royal bjórtegundir, Pepsi, Faxe Kondi, Heineken, Nikoline og Egekilde. Um samning til fimm ára er að ræða. Lars Liebst forstjóri Tívolí segir að hann sé ánægður með þessi skipti. Samtímis verður Royal Unibrew kostunaraðili fyrir tónleikaröðina Fredagsrock en þar er um 20 tónleika að ræða á hverju ári og samtals sækja um hálf milljón gesta hana. "Tívolí er eitt sterkasta vörumerki Danmerkur og þetta er því samstarf sem við erum mjög stolt af," segir Hans Savonije forstjóri Norður-Evrópudeildar Royal Unibrew í samtali við börsen.dk. "Þetta gefur okkur einstakt tækifæri til að styrkja markaðsstöðu okkar á höfuðborgarsvæðinu."
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira