Viðskipti erlent

Elín ráðin forstjóri Bankasýslunnar

Elín Jónsdóttir tekur við sem forstjóri Bankasýslunnar 1. janúar.
Elín Jónsdóttir tekur við sem forstjóri Bankasýslunnar 1. janúar.
Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur ráðið Elínu Jónsdóttur sem forstjóra stofnunarinnar frá og með 1. janúar 2010. Elín hefur starfað fyrir rannsóknarnefnd Alþingis frá því í sumar en hún var auk þess skipaður umsjónarmaður lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í júní.

Bankasýsla ríkisins var stofnuð með lögum fyrr á árinu til að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Bankasýslan ákveður meðal annars stjórnarmenn þá sem ríkið á kost á að skipa í stjórnir þeirra fjármálafyrirtækja sem það á hlut í, á grundvelli tilnefninga óháðrar valnefndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×