Tölvupóstur um íslenskan banka kostaði Kent 500 milljónir 25. mars 2009 10:59 Óopnaður tölvupóstur til sveitarstjórnarinnar í Kent í Bretlandi um slæma stöðu Heritable, dótturbanka Landsbankans, kostaði sveitarstjórnina 3 milljónir punda eða um 500 milljónir kr. Fjallað er um málið á vefsíðu sveitarstjórnarinnar en þar kemur fram að fulltrúi hennar setti fyrrgreinda upphæð inn á reikning Kent hjá Heritable örfáum dögum áður en bankinn komst í þrot. Fjármálaráðgjafa Kent var sendur tölvupóstur um að staða Heritable væri þannig að ekki væri verjandi að halda áfram viðskiptum við bankann. Pósturinn var hinsvegar ekki opnaður í tæka tíð þar sem ráðgjafinn var í sumarfríi þegar pósturinn barst. Nick Chard fjármálastjóri Kent hefur viðkennt að sveitarstjórnin hafi gert mistök með því að sjá ekki um að staða ráðgjafans væri mönnuð meðan hann var í fríi. Eftir endurskoðun á starfsferlum innan sveitarstjórnarinnar árið 2006 var sett inn ákvæði í reglugerðir Kent um að færsla á upphæð af þessari stærðargráðu þyrfti að vera samþykkt af tveimur háttsettum embættismönnum stjórnarinnar. Þetta brást einnig hvað framangreinda færslu varðar. Fulltrúinn sem setti 500 milljónirnar inn á reikning Heritable bankans hefur verið áminntur fyrir athæfið. Samtals átti Kent 50 milljónir punda, eða um 84 milljarða kr. inni á reikningum hjá Heritable, Landsbankanum og Glitni þegar íslenska bankakerfið hrundi. Sveitarstjórnin telur töluverðar líkur á að sú upphæð fáist að mestu endurgreidd þar sem krafa þeirra hefur verið flokkuð sem forgangskrafa í þrotabú fyrrgreindra banka. Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Óopnaður tölvupóstur til sveitarstjórnarinnar í Kent í Bretlandi um slæma stöðu Heritable, dótturbanka Landsbankans, kostaði sveitarstjórnina 3 milljónir punda eða um 500 milljónir kr. Fjallað er um málið á vefsíðu sveitarstjórnarinnar en þar kemur fram að fulltrúi hennar setti fyrrgreinda upphæð inn á reikning Kent hjá Heritable örfáum dögum áður en bankinn komst í þrot. Fjármálaráðgjafa Kent var sendur tölvupóstur um að staða Heritable væri þannig að ekki væri verjandi að halda áfram viðskiptum við bankann. Pósturinn var hinsvegar ekki opnaður í tæka tíð þar sem ráðgjafinn var í sumarfríi þegar pósturinn barst. Nick Chard fjármálastjóri Kent hefur viðkennt að sveitarstjórnin hafi gert mistök með því að sjá ekki um að staða ráðgjafans væri mönnuð meðan hann var í fríi. Eftir endurskoðun á starfsferlum innan sveitarstjórnarinnar árið 2006 var sett inn ákvæði í reglugerðir Kent um að færsla á upphæð af þessari stærðargráðu þyrfti að vera samþykkt af tveimur háttsettum embættismönnum stjórnarinnar. Þetta brást einnig hvað framangreinda færslu varðar. Fulltrúinn sem setti 500 milljónirnar inn á reikning Heritable bankans hefur verið áminntur fyrir athæfið. Samtals átti Kent 50 milljónir punda, eða um 84 milljarða kr. inni á reikningum hjá Heritable, Landsbankanum og Glitni þegar íslenska bankakerfið hrundi. Sveitarstjórnin telur töluverðar líkur á að sú upphæð fáist að mestu endurgreidd þar sem krafa þeirra hefur verið flokkuð sem forgangskrafa í þrotabú fyrrgreindra banka.
Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira