Tölvupóstur um íslenskan banka kostaði Kent 500 milljónir 25. mars 2009 10:59 Óopnaður tölvupóstur til sveitarstjórnarinnar í Kent í Bretlandi um slæma stöðu Heritable, dótturbanka Landsbankans, kostaði sveitarstjórnina 3 milljónir punda eða um 500 milljónir kr. Fjallað er um málið á vefsíðu sveitarstjórnarinnar en þar kemur fram að fulltrúi hennar setti fyrrgreinda upphæð inn á reikning Kent hjá Heritable örfáum dögum áður en bankinn komst í þrot. Fjármálaráðgjafa Kent var sendur tölvupóstur um að staða Heritable væri þannig að ekki væri verjandi að halda áfram viðskiptum við bankann. Pósturinn var hinsvegar ekki opnaður í tæka tíð þar sem ráðgjafinn var í sumarfríi þegar pósturinn barst. Nick Chard fjármálastjóri Kent hefur viðkennt að sveitarstjórnin hafi gert mistök með því að sjá ekki um að staða ráðgjafans væri mönnuð meðan hann var í fríi. Eftir endurskoðun á starfsferlum innan sveitarstjórnarinnar árið 2006 var sett inn ákvæði í reglugerðir Kent um að færsla á upphæð af þessari stærðargráðu þyrfti að vera samþykkt af tveimur háttsettum embættismönnum stjórnarinnar. Þetta brást einnig hvað framangreinda færslu varðar. Fulltrúinn sem setti 500 milljónirnar inn á reikning Heritable bankans hefur verið áminntur fyrir athæfið. Samtals átti Kent 50 milljónir punda, eða um 84 milljarða kr. inni á reikningum hjá Heritable, Landsbankanum og Glitni þegar íslenska bankakerfið hrundi. Sveitarstjórnin telur töluverðar líkur á að sú upphæð fáist að mestu endurgreidd þar sem krafa þeirra hefur verið flokkuð sem forgangskrafa í þrotabú fyrrgreindra banka. Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Óopnaður tölvupóstur til sveitarstjórnarinnar í Kent í Bretlandi um slæma stöðu Heritable, dótturbanka Landsbankans, kostaði sveitarstjórnina 3 milljónir punda eða um 500 milljónir kr. Fjallað er um málið á vefsíðu sveitarstjórnarinnar en þar kemur fram að fulltrúi hennar setti fyrrgreinda upphæð inn á reikning Kent hjá Heritable örfáum dögum áður en bankinn komst í þrot. Fjármálaráðgjafa Kent var sendur tölvupóstur um að staða Heritable væri þannig að ekki væri verjandi að halda áfram viðskiptum við bankann. Pósturinn var hinsvegar ekki opnaður í tæka tíð þar sem ráðgjafinn var í sumarfríi þegar pósturinn barst. Nick Chard fjármálastjóri Kent hefur viðkennt að sveitarstjórnin hafi gert mistök með því að sjá ekki um að staða ráðgjafans væri mönnuð meðan hann var í fríi. Eftir endurskoðun á starfsferlum innan sveitarstjórnarinnar árið 2006 var sett inn ákvæði í reglugerðir Kent um að færsla á upphæð af þessari stærðargráðu þyrfti að vera samþykkt af tveimur háttsettum embættismönnum stjórnarinnar. Þetta brást einnig hvað framangreinda færslu varðar. Fulltrúinn sem setti 500 milljónirnar inn á reikning Heritable bankans hefur verið áminntur fyrir athæfið. Samtals átti Kent 50 milljónir punda, eða um 84 milljarða kr. inni á reikningum hjá Heritable, Landsbankanum og Glitni þegar íslenska bankakerfið hrundi. Sveitarstjórnin telur töluverðar líkur á að sú upphæð fáist að mestu endurgreidd þar sem krafa þeirra hefur verið flokkuð sem forgangskrafa í þrotabú fyrrgreindra banka.
Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira