Dómstóll í London hefur fallist á beiðni skilanefndar Landsbankans um greiðslustöðvun hjá BG Holding félagi Baugs í London. Jafnframt hefur PriceWaterhouseCoopers (PWC) verið skipað sem stjórnendur félagsins meðan á greiðslustöðvuninni stendur.
Í Herald Tribune segir að PWC ráði nú yfir 13,7% af Iceland Foods, 34,9% af Highland Group (sem á House of Fraser), 37,75 í Aurum Group og 63,7% af Hamleys.
Þess má geta að beiðni Baugs um greiðslustöðvun á Íslandi mun verða tekin fyrir í Héraðdómi Reykjavíkur klukkan eitt í dag.