Viðskipti erlent

Chrysler bjargaði sér fyrir horn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bílaframleiðandinn Chrysler náði í gær samkomulagi við bandarísk stjórnvöld um enn frekari aðstoð til þess að komast hjá gjaldþroti. Sex komma níu milljarðar dollara af skuldum fyrirtækisins verða að öllum líkindum afskrifaðar nái samkomulagið fram að ganga.

Mikið er í húfi því yfir 40.000 manns starfa hjá Chrysler. Helstu lánardrottnar fyrirtækisins eru rúmlega 40 talsins og enn er ekki víst að þeir samþykki allir þá skilmála sem fylgja afskriftunum. Það ræðst þó í vikunni þar sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa veitt Chrysler frest fram á fimmtudag til að semja um skuldir sínar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×