Hlutir í Debenhams falla eftir slæmt uppgjör 17. mars 2009 10:59 Hálfsársuppgjör Debenhams var verra en menn gerðu sér vonir um en það nær til síðustu mánaðarmóta. Sökum þessa féllu hlutir í Debenhams um 12% í morgun, niður í 40,5 pens. Sala verslunarkeðjunnar minnkaði um 3,6% á tímabilinu og telur Debenhams að verslunarumhverfið á Bretlandseyjum verði afar erfitt í náinni framtíð. Í umfjöllun breskra fjölmiðla í morgun kemur fram að áform um hlutafjáraukningu hafa verið lögð á hilluna í bili. Skýrist það af því að ekki náðist samkomulag við helstu viðskiptabanka keðjunnar um að grynnka á 900 milljón punda skuldafjalli sem Debenhams glímir við. Eigendur Debenhams vildu að bankarnir, Lloyds, Royal Bank of Scotland og Barclays, afskrifuðu eitthvað af skuldunum en á móti kæmi nýtt hlutafé inn í keðjuna. Þetta féllust bankarnir ekki á. Fram kom í kynningu á uppgjörinu að Debenhams ætlar þrátt fyrir allt að fjölga störfum hjá sér um 1.200 fram að árslokum 2010 með því að opna átta nýjar verslanir. Baugur á tæplega 7% hlut í Debenhams. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hálfsársuppgjör Debenhams var verra en menn gerðu sér vonir um en það nær til síðustu mánaðarmóta. Sökum þessa féllu hlutir í Debenhams um 12% í morgun, niður í 40,5 pens. Sala verslunarkeðjunnar minnkaði um 3,6% á tímabilinu og telur Debenhams að verslunarumhverfið á Bretlandseyjum verði afar erfitt í náinni framtíð. Í umfjöllun breskra fjölmiðla í morgun kemur fram að áform um hlutafjáraukningu hafa verið lögð á hilluna í bili. Skýrist það af því að ekki náðist samkomulag við helstu viðskiptabanka keðjunnar um að grynnka á 900 milljón punda skuldafjalli sem Debenhams glímir við. Eigendur Debenhams vildu að bankarnir, Lloyds, Royal Bank of Scotland og Barclays, afskrifuðu eitthvað af skuldunum en á móti kæmi nýtt hlutafé inn í keðjuna. Þetta féllust bankarnir ekki á. Fram kom í kynningu á uppgjörinu að Debenhams ætlar þrátt fyrir allt að fjölga störfum hjá sér um 1.200 fram að árslokum 2010 með því að opna átta nýjar verslanir. Baugur á tæplega 7% hlut í Debenhams.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira