Viðskipti erlent

Búist við að Hershey geri tilboð í Cadbury

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Cadbury súkkulaðiframleiðandinn er til sölu. Mynd/ AFP.
Cadbury súkkulaðiframleiðandinn er til sölu. Mynd/ AFP.
Viðræður standa yfir um að súkkulaðiframleiðandinn Hershey yfirtaki breska Cadbury súkkulaðiframleiðandann, að því er BBC fréttastofan fullyrðir.

Undanfarinn mánuð hefur Kraft Foods fyrirtækið verið að undirbúa 16 milljarða dala fjandsamlega yfirtöku á Cadbury. Hins vegar er talið að Hershey, sem nú þegar framleiðir nokkar Cadbury vörutegundir í Bandaríkjunum, geti boðið hærri upphæð í Cadbury.

Þótt yfirtilboð sem Kraft gerði í Cadbury í síðasta mánuði jafngildi 2000 milljörðum íslenskra króna, þótti það nokkuð lágt miðað við markaðsvirði fyrirtækisins. Því er búist við því að stjórnendur Cadbury hafni þessu tilboði á morgun. Hins vegar muni stjórnendur fyrirtækisins ekki tjá sig um samningaviðræður við Hershey vegna þess að ekkert formlegt tilboð hafi verið lagt fram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×