Budget Travel lokar á Írlandi 25. nóvember 2009 20:59 Primera Travel Group tók ákvörðun í dag um að loka Budget Travel á Írlandi, sem fyrirtækið festi kaup á árið 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Andra M. Ingólfssyni, forstjóra Primera Travel group á Norðurlöndunum. Í tilkynningunni segir ennfremur að þrátt fyrir að fyrirtækið hafi staðið skil á öllum skilyrðum um tryggingar vegna ferðaskrifstofuleyfis á Írlandi, og að félagið sé með 14 milljónir evra í lausafé, samþykktu ferðamálayfirvöld ekki að endurnýja ferðaskrifstofuleyfi til handa félaginu, nema Primera Travel Group gæfi út opna og ótakmarkaða ábyrgð gagnavart öllum mögulegum skuldbindingum félagins. Þetta hefur í för með sér að komið er í veg fyrir að hægt er að endurskipuleggja rekstur félagsins, en forsenda þess er að fækka söluskrifstofum félagins sem eru 30 talsins á Írlandi. Því taldi Primera rétt að loka félaginu, þar sem nægt fé er í félaginu til að standa skil á öllum skuldbindingum félagsins. Vinnur Primera með ferðamálayfirvöldum við að flytja farþega félagins heim skv. fyrirhugaðri ferðaáætlun og verður ekkert rask á ferðum farþega á vegum Budget Travel og munu vélar Primera Air flytja farþega Budget Travel til Írlands skv. áætlun. Að lokum segist Primera harma að loka félagi sem er ekki gjaldþrota, en telur ekki forsvaranlegt að halda áfram rekstri félags á Írlandi, þar sem kreppan hefur haft gríðarleg áhrif, að óbreyttu. Með því að loka félaginu er hægt að tryggja að fullu hagsmuni farþega og birgja félagins. Primera mun skoða það hvort það telji vænlegt að hefja að nýju rekstur á Írlandi, undir öðrum formerkjum. Lokun Budget Travel hefur engin áhrif á önnur félög í eigu Primera Travel Group og gengur rekstur þeirra allra með ágætum í dag og hafa þau öll siglt farsællega í gegnum kreppu síðasta árs að eigin sögn. Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Primera Travel Group tók ákvörðun í dag um að loka Budget Travel á Írlandi, sem fyrirtækið festi kaup á árið 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Andra M. Ingólfssyni, forstjóra Primera Travel group á Norðurlöndunum. Í tilkynningunni segir ennfremur að þrátt fyrir að fyrirtækið hafi staðið skil á öllum skilyrðum um tryggingar vegna ferðaskrifstofuleyfis á Írlandi, og að félagið sé með 14 milljónir evra í lausafé, samþykktu ferðamálayfirvöld ekki að endurnýja ferðaskrifstofuleyfi til handa félaginu, nema Primera Travel Group gæfi út opna og ótakmarkaða ábyrgð gagnavart öllum mögulegum skuldbindingum félagins. Þetta hefur í för með sér að komið er í veg fyrir að hægt er að endurskipuleggja rekstur félagsins, en forsenda þess er að fækka söluskrifstofum félagins sem eru 30 talsins á Írlandi. Því taldi Primera rétt að loka félaginu, þar sem nægt fé er í félaginu til að standa skil á öllum skuldbindingum félagsins. Vinnur Primera með ferðamálayfirvöldum við að flytja farþega félagins heim skv. fyrirhugaðri ferðaáætlun og verður ekkert rask á ferðum farþega á vegum Budget Travel og munu vélar Primera Air flytja farþega Budget Travel til Írlands skv. áætlun. Að lokum segist Primera harma að loka félagi sem er ekki gjaldþrota, en telur ekki forsvaranlegt að halda áfram rekstri félags á Írlandi, þar sem kreppan hefur haft gríðarleg áhrif, að óbreyttu. Með því að loka félaginu er hægt að tryggja að fullu hagsmuni farþega og birgja félagins. Primera mun skoða það hvort það telji vænlegt að hefja að nýju rekstur á Írlandi, undir öðrum formerkjum. Lokun Budget Travel hefur engin áhrif á önnur félög í eigu Primera Travel Group og gengur rekstur þeirra allra með ágætum í dag og hafa þau öll siglt farsællega í gegnum kreppu síðasta árs að eigin sögn.
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira