Grísk fjármáladrottning keypti stærstu snekkju heimsins 14. desember 2009 10:47 Frá því í ágúst í sumar hefur ýmislegt slúður komist á kreik um hver hafi keypt Maltese Falcon, stærstu snekkju heimsins. Flestir hafa veðjað á nýríka Rússa eða eigendur vogunarsjóða. Það var nokkuð til í því síðarnefnda því kaupandinn er grískættaða fjármáladrottningin Elena Ambrosiadou.Elena er eigandi vogunarsjóðsins Ikos Partners sem er til heimilis á Kýpur en starfar bæði í London og New York. Elena borgaði 120 milljónir dollara eða rúmlega 15 milljarða kr. fyrir Maltese Falcon sem var nokkuð yfir verðmati sérfræðinga sem lá í kringum 100 milljónir dollara.Elena var í fyrra kjörin efnaðasti frumkvöðull Bretlandseyja í hópi kvenna en auðæfi hennar voru þá metin á 357 milljónir dollara. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að sennilega hafi auðæfin verið vanmetin ef Elena hefur efni á að greiða 120 milljónir dollara fyrir snekkju.Sjálf segist hin rúmlega fimmtuga Elena vera stolt af því að eiga Maltese Falcon en hún segir jafnframt að 90 stunda vinnuvika sín geri það að verkum að hún hafi lítinn tíma til að sigla snekkjunni. Verður Maltese Falcon því leigð út hverjum sem hafa vill og getur borgað rúmlega hálfa milljón dollara á viku í leiguna.Vogunarsjóð sinn stofnaði Elena ásamt manni sínum árið 1992. Hún er menntuð sem efnaverkfræðingur og þegar hún var 27 ára gömul varð hún yngsti alþjóðaforstjórinn í sögu British Petrol.Snekkjan Maltese Flacon þykir einstök í sinni röð. Tölvuvæðingin um borð gerir það að verkum að einn maður getur siglt henni þrátt fyrir viðamikinn seglbúnað. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Frá því í ágúst í sumar hefur ýmislegt slúður komist á kreik um hver hafi keypt Maltese Falcon, stærstu snekkju heimsins. Flestir hafa veðjað á nýríka Rússa eða eigendur vogunarsjóða. Það var nokkuð til í því síðarnefnda því kaupandinn er grískættaða fjármáladrottningin Elena Ambrosiadou.Elena er eigandi vogunarsjóðsins Ikos Partners sem er til heimilis á Kýpur en starfar bæði í London og New York. Elena borgaði 120 milljónir dollara eða rúmlega 15 milljarða kr. fyrir Maltese Falcon sem var nokkuð yfir verðmati sérfræðinga sem lá í kringum 100 milljónir dollara.Elena var í fyrra kjörin efnaðasti frumkvöðull Bretlandseyja í hópi kvenna en auðæfi hennar voru þá metin á 357 milljónir dollara. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að sennilega hafi auðæfin verið vanmetin ef Elena hefur efni á að greiða 120 milljónir dollara fyrir snekkju.Sjálf segist hin rúmlega fimmtuga Elena vera stolt af því að eiga Maltese Falcon en hún segir jafnframt að 90 stunda vinnuvika sín geri það að verkum að hún hafi lítinn tíma til að sigla snekkjunni. Verður Maltese Falcon því leigð út hverjum sem hafa vill og getur borgað rúmlega hálfa milljón dollara á viku í leiguna.Vogunarsjóð sinn stofnaði Elena ásamt manni sínum árið 1992. Hún er menntuð sem efnaverkfræðingur og þegar hún var 27 ára gömul varð hún yngsti alþjóðaforstjórinn í sögu British Petrol.Snekkjan Maltese Flacon þykir einstök í sinni röð. Tölvuvæðingin um borð gerir það að verkum að einn maður getur siglt henni þrátt fyrir viðamikinn seglbúnað.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira