Viðskipti erlent

Metfé fékkst fyrir sjaldgæfan bláan demant

Metfé fékkst fyrir sjaldgæfan bláan demant á uppboði hjá Sotheby's í Genf en hann var sleginn á 6,2 milljónir punda eða um 1,2 milljarð kr.

 

Demantur þessi er aðeins 7.03 karöt að stærð eða minni en gamall tíeyringur og er í hópi örfárra slíkra demanta í heiminum. Verð per karat er það hæsta sem fengist hefur fyrir demant.

 

Demanturinn fannst í Cullinan námunni í Suður-Afríku á síðasta ári og var metinn sem gallalaus sem er hæsta einkunnin í demantamati. Demantar verða bláir á lit þegar efnið boron er til staðar við myndun þeirra.

 

Ekki er vitað hver keypti demantinn þar sem hæstbjóðandi óskaði nafnleyndar á uppboðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×