Kreppir að hjá auðkýfingi 7. janúar 2009 00:01 Sir Tom Hunter Fjármálakreppan kom illa við skoska auðkýfinginn Sir Tom Hunter á nýliðnu ári. Hunter, sem gjarnan er kallaður ríkasti maður Skotlands og stefnir að því að gefa einn milljarð punda, jafnvirði 180 milljarða króna, til góðgerðamála á meðan hjarta hans slær, hefur fjárfest nokkuð með Baugi í Bretlandi í gegnum tíðina, svo sem í bresku versluninni House of Fraser og garðvörukeðjunni Wyevale Garden Centres. Þá átti hann helmingshlut í Jötun Holding, sem sat á tveggja prósenta hlut í gamla Glitni um tíma. Samkvæmt útreikningum skoska blaðsins Evening Times í fyrradag nam tap auðkýfingsins 250 milljónum punda, jafnvirði 44,5 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi, í fyrra. Hunter hefur nú þurft að horfa upp á verulega þynningu eignahluta sinna í tveimur garðvörukeðjum auk þess sem fataverslun hans fór í þrot í kringum áramótin. Svipaða sögu er að segja um fleiri eignir. Hann hefur nú selt villu sína í Suður-Frakklandi og snekkju til að eiga fyrir salti í grautinn og standa við skuldbindingar sínar. Hunter, sem er 47 ára, er þrátt fyrir allt ekki auralaus en breska dagblaðið Times segir verðmæti eigna hans nema 750 milljónum punda. - jab Markaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fjármálakreppan kom illa við skoska auðkýfinginn Sir Tom Hunter á nýliðnu ári. Hunter, sem gjarnan er kallaður ríkasti maður Skotlands og stefnir að því að gefa einn milljarð punda, jafnvirði 180 milljarða króna, til góðgerðamála á meðan hjarta hans slær, hefur fjárfest nokkuð með Baugi í Bretlandi í gegnum tíðina, svo sem í bresku versluninni House of Fraser og garðvörukeðjunni Wyevale Garden Centres. Þá átti hann helmingshlut í Jötun Holding, sem sat á tveggja prósenta hlut í gamla Glitni um tíma. Samkvæmt útreikningum skoska blaðsins Evening Times í fyrradag nam tap auðkýfingsins 250 milljónum punda, jafnvirði 44,5 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi, í fyrra. Hunter hefur nú þurft að horfa upp á verulega þynningu eignahluta sinna í tveimur garðvörukeðjum auk þess sem fataverslun hans fór í þrot í kringum áramótin. Svipaða sögu er að segja um fleiri eignir. Hann hefur nú selt villu sína í Suður-Frakklandi og snekkju til að eiga fyrir salti í grautinn og standa við skuldbindingar sínar. Hunter, sem er 47 ára, er þrátt fyrir allt ekki auralaus en breska dagblaðið Times segir verðmæti eigna hans nema 750 milljónum punda. - jab
Markaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira