Viðskipti erlent

Bretland ekki í jafnvægi fyrr en 2032

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Á götu í London.
Á götu í London.

Skuldastaða Bretlands verður ekki komin í eðlilegt horf fyrr en árið 2032, eða eftir 23 ár. Þetta segja hagfræðingar bresku hagfræðistofnunarinnar IFS. Enn fremur segja þeir að fjölskyldur megi búa sig undir aukna skattbyrði sem svari til um 1.400 punda á ári, jafnvirði tæpra 270.000 króna, til að fylla upp í fjárhagslegt svarthol ríkissjóðs, eins og það er orðað. Spár Alistairs Darling fjármálaráðherra, um að hagkerfið verði búið að jafna sig að mestu um næstu áramót og komið í algjört jafnvægi árið 2011, telur stofnunin býsna vafasamar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×