Viðskipti erlent

Japanir selja vélmenni í líki Mini Me

Japönsk leikfangasmiðja býður nú viðskiptavinum sínum vélmenni í líki dvergsins Mini Me til sölu. Hvert vélmenni er smíðað eftir óskum kaupandans.

Og það er hægt að fá ýmislegt með þessum vélmennum. Þitt eigið andlit, eða einhvers annars, er sett á höfuð vélmennisins. Og það getur talað.

Sérstakur hugbúnaður sem er innbyggður í vélmennið gerir það að verkum að það getur hljómað eins og eigandi sinn. Mjög einfalt er að panta Mini Me frá smiðjunni. Viðskiptavinir senda bara rúmlega 200.000 kr, til smiðjunnar ásamt mynd af sér og fá svo fullsmíðað vélmennið í hendur eftir sex mánuði.

Vélmennið inniheldur 80 gígabæt af minni og skartar vefmyndavél. Nýjasta útgáfan af því getur svo niðurhalað helstu fréttum og lesið þær til baka til eigenda síns, með hans eigin röddu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×