Viðskipti erlent

Deutsche Bank skilar yfir 200 milljarða hagnaði

Deutsche Bank, stærsti banki Þýskalands, skilaði mjög góðu uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn reyndist tæplega 1,2 milljarður evra eða rúmlega 200 milljarðar kr. Á sama tímabili fyrir ári síðan var tap á rekstri bankans upp á 131 milljón evra.

Þrátt fyrir þetta uppgjör lækkuðu hlutir í Deutsche Bank um tæp 8% í kauphöllinni í Frankfurt en þess ber að geta að hlutirnir höfðu hækkað um 46% frá áramótum og þar til í dag.

Lækkunin er talin stafa af áhyggjur manna af lánasafni bankans en bankinn setti milljarð evra inn á afskriftareikning sinn til að mæta hugsanlegum töpum á næstunni.

Helsta ástæðan á bakvið hagnað Deutsche Bank það sem af er ári er metsala á skuldabréfum og því að töluvert hefur rýmkast til á lánsfjármörkuðum heimsins.

Þá hefur stjórn bankans beðið forstjóra sinn, Ackermann, að sitja áfram í stöðunni fram til 2013 en hann þykir hafa staðið sig vel í starfinu í fjármálakreppunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×