Viðskipti erlent

Svínaflensan lokar Lego verksmiðju í Mexíkó

Lego hefur gripið til aðgerða og sent 400 starfsmenn í verksmiðju sinni í Mexíkó heim til sín. Rekstur verksmiðjunnar mun liggja niðri a.m.k. fram til 4. maí n.k.

Samkvæmt frétt um málið á business.dk liggur verksmiðjan í Montery héraðinu þar sem einnig er búið að loka öllum skólum og stofnunum vegna ótta við svínaflensuna.

Samhliða því að loka verksmiðjunni hefur Lego útvegað öllum starfsmönnum sínum þar andlitsgrímum svo þeir séu varðir gegn flensunni.

Þá hefur Lego einnig sett bann á allar ferðir starfsmanna sinna til Mexíkó.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×