ESB sektaði Intel um 180 milljarða króna 13. maí 2009 12:17 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska örgjörvaframleiðandann Intel um jafnvirði ríflega 180 milljarða íslenskra króna, fyrir að hamla samkeppni og brjóta gegn samkeppnislögum. Sektin er sú hæsta sem sambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki Evrópusambandið hóf að rannsaka viðskiptahætti Intel árið 2001 þegar helsti keppinautur þeirra AMD kvartaði til framkvæmdastjórnarinnar og sagði Intel beita óheiðarlegum aðferðum til að halda þeim niðri. Í fyrra var Intel með áttatíu prósent af heimsmarkaðnum þegar kemur að örgjörvum en AMD með tólf prósent. Fulltrúar hjá samkeppniseftirlit Evrópusambandsins segja að Intel hafi borgað tölvuframleiðendum fyrir að fresta eða hætta við framleiðslu á vörum sem noti örgjörva frá keppinautnum AMD. Einnig hafi Intel borgað framleiðendum fyrir að nota einvörðungu Intel vörur og smásölum fyrir að birgja sig aðeins upp á tölvum með Intel örgjörvum. Sektin sem nú er lögð á Intel er sú hæsta sem Evrópusambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki fyrir samkeppnislagabrot. Hún hljóðar upp á rúman milljarð evra eða ríflega 180 milljarða króna. Það er 4,15% af veltu Intel í fyrra. Næst hæsta einstaka sekt sambandsins var upp á 896 milljónir evra sem lögð var á glerframleiðandann Saint-Gobain í fyrra fyrir verðsamráð. Sektin sem lögð er á Intel er ríflega helmingi hærri en sú sem lögð var á bandaríska tölvurisann Microsoft 2004 fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu. Hún var upp á tæpan hálfan milljarð evra. Neelie Kroes, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandins, segir að Intel hafi skaðað hagsmuni milljóna neytenda í Evrópu með því að halda keppinautum út af örgörvamarkaðnum í mörg ár. Stjórnendur Intel ætla að áfrýja úrskurði framkvæmdastjórnarinnar. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska örgjörvaframleiðandann Intel um jafnvirði ríflega 180 milljarða íslenskra króna, fyrir að hamla samkeppni og brjóta gegn samkeppnislögum. Sektin er sú hæsta sem sambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki Evrópusambandið hóf að rannsaka viðskiptahætti Intel árið 2001 þegar helsti keppinautur þeirra AMD kvartaði til framkvæmdastjórnarinnar og sagði Intel beita óheiðarlegum aðferðum til að halda þeim niðri. Í fyrra var Intel með áttatíu prósent af heimsmarkaðnum þegar kemur að örgjörvum en AMD með tólf prósent. Fulltrúar hjá samkeppniseftirlit Evrópusambandsins segja að Intel hafi borgað tölvuframleiðendum fyrir að fresta eða hætta við framleiðslu á vörum sem noti örgjörva frá keppinautnum AMD. Einnig hafi Intel borgað framleiðendum fyrir að nota einvörðungu Intel vörur og smásölum fyrir að birgja sig aðeins upp á tölvum með Intel örgjörvum. Sektin sem nú er lögð á Intel er sú hæsta sem Evrópusambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki fyrir samkeppnislagabrot. Hún hljóðar upp á rúman milljarð evra eða ríflega 180 milljarða króna. Það er 4,15% af veltu Intel í fyrra. Næst hæsta einstaka sekt sambandsins var upp á 896 milljónir evra sem lögð var á glerframleiðandann Saint-Gobain í fyrra fyrir verðsamráð. Sektin sem lögð er á Intel er ríflega helmingi hærri en sú sem lögð var á bandaríska tölvurisann Microsoft 2004 fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu. Hún var upp á tæpan hálfan milljarð evra. Neelie Kroes, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandins, segir að Intel hafi skaðað hagsmuni milljóna neytenda í Evrópu með því að halda keppinautum út af örgörvamarkaðnum í mörg ár. Stjórnendur Intel ætla að áfrýja úrskurði framkvæmdastjórnarinnar.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira