Viðskipti erlent

Samdráttur í sölu Chrysler 55 prósent í janúar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Sala nýrra bíla í Bandaríkjunum reyndist minni í janúar en hún hefur verið í 27 ár og er það nokkru meiri samdráttur en búist hafði verið við. Þetta er í fyrsta sinn sem sala bíla í Bandaríkjunum er minni en í Kína, til dæmis dróst salan hjá Chrysler saman um 55 prósent og hjá General Motors um tæp 50 prósent.

Þá dróst sala Toyota-bifreiða í Bandaríkjunum saman um 34 prósent, heldur minna en hjá bandarísku framleiðendunum. Steven Landry, sölustjóri Chrysler, sagði ástandið uggvænlegt og væntanlega yrði þess langt að bíða að bílasala kæmist á ný í fyrra horf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×