Skotlandsbanki undirbýr nú uppsagnir 2.300 starfsmanna um allt Bretland, en sá fjöldi nemur um tveimur prósentum af starfsfólki bankans.
Uppsagnirnar eru viðbrögð við gríðarlegu tapi bankans en hann tapaði um það bil 28 milljörðum punda í fyrra. Stjórnendur bankans segja uppsagnirnar verða mestar í þeim deildum sem sinna ýmiss konar bakvinnslu, en minnst verði um þær meðal starfsfólks í framlínustörfum.