FIH bankinn verður líklega stór hluthafi í Sjælsö Gruppen 25. nóvember 2009 14:07 FIH bankinn er í hópi þriggja banka sem að öllum líkindum munu enda sem stórir hluthafar í Sjælsö Gruppen stærsta fasteignafélagi Danmerkur. FIH er sem kunnugt er í íslenskri eigu og kröfuhafar í þrotabú Samson Holding, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, stjórna 30% hlut í Sjælsö Gruppen.Í umfjöllun um málið á vefsíðunni business.dk segir að yfirstandandi hlutafjáraukning í Sjælsö Gruppen upp á 505 milljónir danskra kr. gangi ekki sem skyldi. Forstjóri Sjælsö Gruppen telur að um gott verð sé að ræða á hlutunum en markaðurinn er honum ekki sammála. Fáir hafa keypt hlutina þótt þeir bjóðist á 50 danska aura undir núverandi markaðsverði per hlut.FIH bankinn ásamt Amagerbanken og Viscardi hafa sölutryggt hlutafé í útboðinu upp á 375 milljónir danskra kr. eða rúmlega 9 milljarða kr. og segir á business.dk að þessir bankar muni að öllum líkingum sitja uppi með þetta hlutafé í eigin bókum. Þetta þýðir að bankarnir þrír muni saman eiganst meirihluta í Sjælsö Gruppen.Það hefur flækt nokkuð málin fyrir Sjælsö Gruppen að eignarhald á 30% í félaginu er nokkuð óljóst. Fram kom í frétt á business.dk fyrir mánuði síðan að John Frederiksen stjórnarformaður Sjælsö Gruppen hafði þá ekki hugmynd um í hvaða höndum þessi eignarhlutur væri.Þessi 30% hlutur er nú skráður á félagið Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur. Þetta félag hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. „Spurningin er hvort þessir tveir fyrrum milljarðamæringar... standi bakvið tjöldin hjá hinum nýju eigendum?," var spurt á vefsíðunni.Forstjóri Cube Properties, Svein Björnsson, upplýsir vefsíðuna um að þrotabú Samson Holding eigi nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum. Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
FIH bankinn er í hópi þriggja banka sem að öllum líkindum munu enda sem stórir hluthafar í Sjælsö Gruppen stærsta fasteignafélagi Danmerkur. FIH er sem kunnugt er í íslenskri eigu og kröfuhafar í þrotabú Samson Holding, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, stjórna 30% hlut í Sjælsö Gruppen.Í umfjöllun um málið á vefsíðunni business.dk segir að yfirstandandi hlutafjáraukning í Sjælsö Gruppen upp á 505 milljónir danskra kr. gangi ekki sem skyldi. Forstjóri Sjælsö Gruppen telur að um gott verð sé að ræða á hlutunum en markaðurinn er honum ekki sammála. Fáir hafa keypt hlutina þótt þeir bjóðist á 50 danska aura undir núverandi markaðsverði per hlut.FIH bankinn ásamt Amagerbanken og Viscardi hafa sölutryggt hlutafé í útboðinu upp á 375 milljónir danskra kr. eða rúmlega 9 milljarða kr. og segir á business.dk að þessir bankar muni að öllum líkingum sitja uppi með þetta hlutafé í eigin bókum. Þetta þýðir að bankarnir þrír muni saman eiganst meirihluta í Sjælsö Gruppen.Það hefur flækt nokkuð málin fyrir Sjælsö Gruppen að eignarhald á 30% í félaginu er nokkuð óljóst. Fram kom í frétt á business.dk fyrir mánuði síðan að John Frederiksen stjórnarformaður Sjælsö Gruppen hafði þá ekki hugmynd um í hvaða höndum þessi eignarhlutur væri.Þessi 30% hlutur er nú skráður á félagið Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur. Þetta félag hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. „Spurningin er hvort þessir tveir fyrrum milljarðamæringar... standi bakvið tjöldin hjá hinum nýju eigendum?," var spurt á vefsíðunni.Forstjóri Cube Properties, Svein Björnsson, upplýsir vefsíðuna um að þrotabú Samson Holding eigi nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum.
Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira