Bermúda og Norðurlönd undirrita samning gegn skattsvikum 20. mars 2009 14:47 Undirritaður verður samningur milli Norðurlanda og Bermúda í apríl um upplýsingaskipti vegna skattsvika og auk þess gerðir röð af viðskiptasamningum. Samningarnir um upplýsingaskipti eru liður í herferð aðilanna um að stöðva skattsvik.Í frétt um málið á norden.org segir að samningarnir um skipti á skattaupplýsingum munu veita yfirvöldum aðgang að upplýsingum um þá aðila sem leitast við að svíkja undan skatt af tekjum og fjárfestingum og einnig veita upplýsingar um eignir sem ekki hafa verið gefnar upp í heimalandinu.Meðal annars er um að ræða upplýsingar um eignarhald á fyrirtækjum, samningamenn, stjórnarmenn og þá sem þiggja arð af eignarhaldsfélögum, auk upplýsinga í vörslu banka og fjármálastofnana. Samningarnir verða undirritaðir við athöfn í sendiráði Svía í Washington þann 16.apríl. Áður en samningarnir verða undirritaðir þarf að ljúka ákveðnu pólitísku ferli.Samningarnir eru hluti af viðamiklu verkefni sem unnið hefur verið á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og hafa þegar verið gerðir slíkir samninga við stjórnvöld á eyjunum Mön, Jersey og Guernsey og þá verður samningur við Cayman eyjar undirritaður í Stokkhólmi þann 1. apríl.Ennfremur eru samningaviðræður á lokastigi við stjórnvöld á Arúba, Bresku Jómfrúreyjunum og Hollensku Antillaeyjunum. Þá eru hafnar viðræður við önnur lögsagnarumdæmi. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Undirritaður verður samningur milli Norðurlanda og Bermúda í apríl um upplýsingaskipti vegna skattsvika og auk þess gerðir röð af viðskiptasamningum. Samningarnir um upplýsingaskipti eru liður í herferð aðilanna um að stöðva skattsvik.Í frétt um málið á norden.org segir að samningarnir um skipti á skattaupplýsingum munu veita yfirvöldum aðgang að upplýsingum um þá aðila sem leitast við að svíkja undan skatt af tekjum og fjárfestingum og einnig veita upplýsingar um eignir sem ekki hafa verið gefnar upp í heimalandinu.Meðal annars er um að ræða upplýsingar um eignarhald á fyrirtækjum, samningamenn, stjórnarmenn og þá sem þiggja arð af eignarhaldsfélögum, auk upplýsinga í vörslu banka og fjármálastofnana. Samningarnir verða undirritaðir við athöfn í sendiráði Svía í Washington þann 16.apríl. Áður en samningarnir verða undirritaðir þarf að ljúka ákveðnu pólitísku ferli.Samningarnir eru hluti af viðamiklu verkefni sem unnið hefur verið á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og hafa þegar verið gerðir slíkir samninga við stjórnvöld á eyjunum Mön, Jersey og Guernsey og þá verður samningur við Cayman eyjar undirritaður í Stokkhólmi þann 1. apríl.Ennfremur eru samningaviðræður á lokastigi við stjórnvöld á Arúba, Bresku Jómfrúreyjunum og Hollensku Antillaeyjunum. Þá eru hafnar viðræður við önnur lögsagnarumdæmi.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira