Opinber lögreglurannsókn á íslensku bönkunum í Bretlandi 13. desember 2009 03:32 Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) mun á næstu dögum tilkynna um að opinber lögreglurannsókn sé hafin á starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi. Mun rannsóknin m.a. beinast að lánveitingum þeirra til „þekktra einstaklinga". Greint er frá þessu bæði í blöðunum Guardian og Telegraph í dag. Í Guardian segir að rannsóknin muni beinast að öllum bönkunum þremur, Landsbanka, Glitni og Kaupþingi en í frétt Telegraph er aðeins getið um Kaupþing. Þá hefur Telegraph heimildir fyrir því að stjórnarmenn Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, hafi þegar ráðið sér þekktan breskan lögfræðing vegna þessarar komandi rannsóknar. Lögfræðingurinn heitir Ian Burton og hefur sérhæft sig í fjársvikamálum. Hann er einn eigenda lögmannsstofunnar Burton Copeland. Fram kemur í Telegraph að undanfari rannsóknarinnar sé upplýsingasöfnun á vegum Serious Fraud Office undanfarna fjóra mánuði. Þar hafi lögreglan notið liðsinnis sérstaks saksóknara á Íslandi sem og Evu Joly sem aðstoðar íslensk yfirvöld. Guardian hefur eftir Richard Alderman forstjóra Serious Fraud Office að „madame Joly hefur verið í London og okkar menn hafa verið í Reykjavík. Við vinnum mjög náið með íslenskum yfirvöldum." Meðal þeirra „þekktu einstaklinga" sem tengjast komandi rannsókn nefna bæði blöðin Robert Tchenguiz og Kevin Stanford. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) mun á næstu dögum tilkynna um að opinber lögreglurannsókn sé hafin á starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi. Mun rannsóknin m.a. beinast að lánveitingum þeirra til „þekktra einstaklinga". Greint er frá þessu bæði í blöðunum Guardian og Telegraph í dag. Í Guardian segir að rannsóknin muni beinast að öllum bönkunum þremur, Landsbanka, Glitni og Kaupþingi en í frétt Telegraph er aðeins getið um Kaupþing. Þá hefur Telegraph heimildir fyrir því að stjórnarmenn Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, hafi þegar ráðið sér þekktan breskan lögfræðing vegna þessarar komandi rannsóknar. Lögfræðingurinn heitir Ian Burton og hefur sérhæft sig í fjársvikamálum. Hann er einn eigenda lögmannsstofunnar Burton Copeland. Fram kemur í Telegraph að undanfari rannsóknarinnar sé upplýsingasöfnun á vegum Serious Fraud Office undanfarna fjóra mánuði. Þar hafi lögreglan notið liðsinnis sérstaks saksóknara á Íslandi sem og Evu Joly sem aðstoðar íslensk yfirvöld. Guardian hefur eftir Richard Alderman forstjóra Serious Fraud Office að „madame Joly hefur verið í London og okkar menn hafa verið í Reykjavík. Við vinnum mjög náið með íslenskum yfirvöldum." Meðal þeirra „þekktu einstaklinga" sem tengjast komandi rannsókn nefna bæði blöðin Robert Tchenguiz og Kevin Stanford.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira