Viðskipti erlent

Stefnir í mikinn skort á hámenntuðu starfsfólki í Danmörku

Ný könnun á vegum samtaka dönsku verkalýðsfélaganna sýnir að tugi þúsunda af hámenntuðu starfsfólki muni skorta á danska vinnumarkaðinn fram til ársins 2019.

Samkvæmt könnuninni mun skorta 65.000 hámenntaða starfsmenn á danska vinnumarkaðinn árið 2019 ef ekkert verður að gert. Samtímis mun verða offramboð á 122.000 af lítt menntuðu starfsfólki á þessum markaði.

Samtökin hafa reiknað það út að ef ekkert verður að gert til að fjölga hámenntuðu starfsfólki á vinnumarkaðinum muni slíkt kosta danska þjóðarbúið um 21,5 milljarða danskra kr. eða um 450 milljarða kr. í töpuðum tekjum.

Í samtali við Berlingske Tidende segir hagfræðingurinn Mie Dalskov að skortur á hámenntuðu starfsfólki sé dýrt fyrir Danmörku því hámenntað starfsfólk skili mun meiru inn í hagkerfið en lítt menntað. Þetta helgast m.a. af því að hámenntað fólk býr við meira starfsöryggi, skilar meiri framleiðni, tekur færri veikindadaga og fer seinna á ellilífeyri en þeir lítt menntuðu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×