Gjaldmiðlaórói veldur uppsveiflu á gullverði 7. desember 2010 10:12 Mikil uppsveifla hefur verið á gullverðinu undanfarnar vikur og í gærkvöldi fór það upp í tæpa 1.430 dollara fyrir únsuna. Í morgun hafði það aðeins gefið eftir og stóð í 1.423 dollurum á únsuna. Órói á gjaldmiðlamörkuðum veldur þessari uppsveiflu en fjárfestar eru í auknum mæli að missa trúnna á pappírspeninga hvort sem það eru dollarar eða evrur. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar kemur fram að tvennt valdi óróanum á gjaldmiðlamörkuðum. Annarsvegar orð Ben Bernanke seðlbankastjóra Bandaríkjanna í þættinum 60 Minutes á sunnudagkvöld um að örva þyrfti bandarískt efnahagslíf enn frekar. Þar á Bernanke við að bæta þurfi við fyrirhugaða 600 milljarða dollara sem ætlaðir eru til skuldabréfakaupa. Fari svo að seðlaprentvélar Bandaríkjanna verði settar í hærri gír eins og seðlabankastjórinn vill mun það aðeins leiða til veikingar á gengi dollarans. Hin ástæðan er sú mikla óeining sem komin er upp milli ríkja ESB um hvernig taka eigi á skuldakreppunni. Margar tillögur um það komu fram á toppfundi leiðtoga sambandsins í gærdag. Þær voru síðan allar skotnar í kaf af Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Hún er t.d. mjög fráhverf því að stækka neyðarsjóð ESB umfram núverandi stærð. Þetta telja fjárfestar að geri skuldakreppuna dýpri en hún er og auki hættuna á að Spánn og Ítalía sogist inn í hana. Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Mikil uppsveifla hefur verið á gullverðinu undanfarnar vikur og í gærkvöldi fór það upp í tæpa 1.430 dollara fyrir únsuna. Í morgun hafði það aðeins gefið eftir og stóð í 1.423 dollurum á únsuna. Órói á gjaldmiðlamörkuðum veldur þessari uppsveiflu en fjárfestar eru í auknum mæli að missa trúnna á pappírspeninga hvort sem það eru dollarar eða evrur. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar kemur fram að tvennt valdi óróanum á gjaldmiðlamörkuðum. Annarsvegar orð Ben Bernanke seðlbankastjóra Bandaríkjanna í þættinum 60 Minutes á sunnudagkvöld um að örva þyrfti bandarískt efnahagslíf enn frekar. Þar á Bernanke við að bæta þurfi við fyrirhugaða 600 milljarða dollara sem ætlaðir eru til skuldabréfakaupa. Fari svo að seðlaprentvélar Bandaríkjanna verði settar í hærri gír eins og seðlabankastjórinn vill mun það aðeins leiða til veikingar á gengi dollarans. Hin ástæðan er sú mikla óeining sem komin er upp milli ríkja ESB um hvernig taka eigi á skuldakreppunni. Margar tillögur um það komu fram á toppfundi leiðtoga sambandsins í gærdag. Þær voru síðan allar skotnar í kaf af Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Hún er t.d. mjög fráhverf því að stækka neyðarsjóð ESB umfram núverandi stærð. Þetta telja fjárfestar að geri skuldakreppuna dýpri en hún er og auki hættuna á að Spánn og Ítalía sogist inn í hana.
Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira