Umfjöllun: Snæfellingar tryggðu sér fyrsta meistaratitilinn með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2010 23:21 Leikmenn og þjálfari Snæfells fagna í klefanum eftir leikinn. Mynd/Daníel Snæfell tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með því að slátra Keflavíkurliðinu með 36 stiga sigri, 105-69, á þeirra eigin heimavelli í kvöld. Öll sagan var á mótin Snæfelli í oddaleiknum í Keflavík í gær en þeir tryggðu sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með stæl en það var sameinað átak frá öllu liðinu sem sá til þess að Keflvíkingar voru aðeins áhorfendur af því þegar Hólmarar eignuðust sína fyrstu Íslandsmeistara. Snæfellingar gáfu tóninn strax í byrjun, komust í 7-0 og 20-5, hitti úr 11 af fyrstu 12 skotunum sínum og voru komnir 20 stigum yfir (27-7) eftir aðeins rúmar 5 mínútna leik. Emil Þór Jóhannsson fór á kostum í byrjun og var þarna búinn að skora þremur stigum meira en allt Keflavíkurliðið. Snæfell var 18 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 37-19 og það var helst Sverrir Þór Sverrisson sem lét Hólmara hafa eitthvað fyrir hlutunum. Keflavík náði muninum aftur niður í sextán stig í öðrum leikhluta en í stöðunni 30-46 skildu aftur leiðir, Snæfell skoraði tíu síðustu stig hálfleiksins og var 56-30 yfir í hálfleik. Snæfellingar skoruðu að vild í hálfleiknum, hitti úr 19 af 33 skotum sínum (58 prósent) og tapaði aðeins 5 boltum. Það gekk flest upp sem sést ekki síst á því að sex leikmenn voru búnir að skora þrist í hálfleiknum. Keflvíkingar voru hinsvegar algjörlega kraftlausir og þar munaði mikið um að tveir lykilmenn voru nánast fjarverandi.Í Keflavíkursókninni voru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson og Nick Bradford aðeins með tvö stig saman en þeir klikkuðu á 9 af 10 skotum sínum fyrstu 20 mínútur leiksins. Það þurfti eitthvað kraftaverk að gerast til þess að Keflvíkingar næðu að snúa leiknum við í seinni hálfleik og þó að það mátti sjá talsvert meira lífsmark á mörgum leikmönnum liðsins sást það strax að þeir voru ekkert að fara vinna upp þetta stóra forskot. Uruele Igbavboa reyndi sitt en það var bara ekki nóg. Keflavík minnkaði muninn niður í 16 stig, 54-70, en þá svaraði Snæfell með því að skora 7 síðustu stig þriðja leikhluta og ná aftur 23 stig forskoti fyrir lokaleikhlutann. Lokaleikhlutinn var því aðeins formsatriði og Snæfellingar náðu muninum að lokum upp í 36 stig til þess að gera kvöldið enn vandræðalegra fyrir heimamenn. Snæfell varð í kvöld fyrsta liðið sem vinnur titilinn eftir að hafa lent í 6. sæti í deildinni. Það var ekki einu metin sem féllu í Toyota-höllinni í gær því þetta var sögulegur dagur og þá sérstaklega fyrir kappa eins og Hlyn Bæringsson, Sigurð Þorvaldsson og Jón Ólaf Jónsson sem eru búnir að bíða eftir þessum titli lengur en flestir. Eftir öll silfrin og öll vonbrigðin í lokaúrslitunum í gegnum tíðina þurfti eitthvað sérstakt til þess að landa fyrsta titlinum. Þeir spiluðu sinn allra besta leik á úrslitastundu og þessi frammistaða verður rifjuð upp um ókomna tíð í Hólminum. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tókst það sem engum öðrum þjálfara hafði tekist í Hólminum. Þetta var frábæra lið hafði aldrei náð að brjótast í gegnum síðasta múrinn en núna er íshellan loksins brotin og þar spilaði Ingi Þór stærri rullu en flestir.Keflavík-Snæfell 69-105 (30-56)Stig Keflavíkur: Uruele Igbavboa 23/6 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 10, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 7, Gunnar Einarsson 6, Nick Bradford 6/7 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 5, Davíð Þór Jónsson 2, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 1.Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 21/15 fráköst/6 stoðsendingar, Martins Berkis 18/4 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 17, Jeb Ivey 13/4 fráköst/7 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 12/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 9/6 fráköst, Páll Fannar Helgason 3, Gunnlaugur Smárason 2 Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Snæfell tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með því að slátra Keflavíkurliðinu með 36 stiga sigri, 105-69, á þeirra eigin heimavelli í kvöld. Öll sagan var á mótin Snæfelli í oddaleiknum í Keflavík í gær en þeir tryggðu sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með stæl en það var sameinað átak frá öllu liðinu sem sá til þess að Keflvíkingar voru aðeins áhorfendur af því þegar Hólmarar eignuðust sína fyrstu Íslandsmeistara. Snæfellingar gáfu tóninn strax í byrjun, komust í 7-0 og 20-5, hitti úr 11 af fyrstu 12 skotunum sínum og voru komnir 20 stigum yfir (27-7) eftir aðeins rúmar 5 mínútna leik. Emil Þór Jóhannsson fór á kostum í byrjun og var þarna búinn að skora þremur stigum meira en allt Keflavíkurliðið. Snæfell var 18 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 37-19 og það var helst Sverrir Þór Sverrisson sem lét Hólmara hafa eitthvað fyrir hlutunum. Keflavík náði muninum aftur niður í sextán stig í öðrum leikhluta en í stöðunni 30-46 skildu aftur leiðir, Snæfell skoraði tíu síðustu stig hálfleiksins og var 56-30 yfir í hálfleik. Snæfellingar skoruðu að vild í hálfleiknum, hitti úr 19 af 33 skotum sínum (58 prósent) og tapaði aðeins 5 boltum. Það gekk flest upp sem sést ekki síst á því að sex leikmenn voru búnir að skora þrist í hálfleiknum. Keflvíkingar voru hinsvegar algjörlega kraftlausir og þar munaði mikið um að tveir lykilmenn voru nánast fjarverandi.Í Keflavíkursókninni voru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson og Nick Bradford aðeins með tvö stig saman en þeir klikkuðu á 9 af 10 skotum sínum fyrstu 20 mínútur leiksins. Það þurfti eitthvað kraftaverk að gerast til þess að Keflvíkingar næðu að snúa leiknum við í seinni hálfleik og þó að það mátti sjá talsvert meira lífsmark á mörgum leikmönnum liðsins sást það strax að þeir voru ekkert að fara vinna upp þetta stóra forskot. Uruele Igbavboa reyndi sitt en það var bara ekki nóg. Keflavík minnkaði muninn niður í 16 stig, 54-70, en þá svaraði Snæfell með því að skora 7 síðustu stig þriðja leikhluta og ná aftur 23 stig forskoti fyrir lokaleikhlutann. Lokaleikhlutinn var því aðeins formsatriði og Snæfellingar náðu muninum að lokum upp í 36 stig til þess að gera kvöldið enn vandræðalegra fyrir heimamenn. Snæfell varð í kvöld fyrsta liðið sem vinnur titilinn eftir að hafa lent í 6. sæti í deildinni. Það var ekki einu metin sem féllu í Toyota-höllinni í gær því þetta var sögulegur dagur og þá sérstaklega fyrir kappa eins og Hlyn Bæringsson, Sigurð Þorvaldsson og Jón Ólaf Jónsson sem eru búnir að bíða eftir þessum titli lengur en flestir. Eftir öll silfrin og öll vonbrigðin í lokaúrslitunum í gegnum tíðina þurfti eitthvað sérstakt til þess að landa fyrsta titlinum. Þeir spiluðu sinn allra besta leik á úrslitastundu og þessi frammistaða verður rifjuð upp um ókomna tíð í Hólminum. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tókst það sem engum öðrum þjálfara hafði tekist í Hólminum. Þetta var frábæra lið hafði aldrei náð að brjótast í gegnum síðasta múrinn en núna er íshellan loksins brotin og þar spilaði Ingi Þór stærri rullu en flestir.Keflavík-Snæfell 69-105 (30-56)Stig Keflavíkur: Uruele Igbavboa 23/6 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 10, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 7, Gunnar Einarsson 6, Nick Bradford 6/7 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 5, Davíð Þór Jónsson 2, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 1.Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 21/15 fráköst/6 stoðsendingar, Martins Berkis 18/4 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 17, Jeb Ivey 13/4 fráköst/7 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 12/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 9/6 fráköst, Páll Fannar Helgason 3, Gunnlaugur Smárason 2
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira