Mikil aukning á peningaþvætti hjá ítölsku mafíunni 22. júlí 2010 07:49 Seðlabanki Ítalíu hefur sent frá sér upplýsingar sem sýna að mafía landsins hefur stóraukið peningaþvætti sitt frá því að fjármálakreppan hófst fyrir tveimur árum síðan. Tölur frá sérstakri eftirlitsdeild seðlabankans sem rannsakar grunsamlegar fjármunatilfærslur sýna að 15.000 slíkar voru gerðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er rúmlega 50% aukning frá sama tímabili í fyrra og álíka mikið og allt árið 2008. Í flestum tilvikum er talið að um peningaþvætti sé að ræða. Sökum fjármálakreppunnar hafa ítalskir bankar haldið að sér höndunum í útlánum sínum og hefur mafían fyllt inn í það tómarúm sem skapast hefur. Í umfjöllun um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að skipulögð glæpasamtök á Ítalíu juku veltu sína á síðasta ári um 4% og nam hún 135 milljörðum evra eða um 21 þúsund milljörðum króna. Þá hafa nýlegar fjöldahandtökur ítölsku lögreglunnar á meðlimum Ndrangheta, hættulegustu mafíusamtökum landsins, sýnt að samtökin hafa komið sér vel fyrir í kringum Mílanborg sem er fjármálamiðstöð Ítalíu. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Seðlabanki Ítalíu hefur sent frá sér upplýsingar sem sýna að mafía landsins hefur stóraukið peningaþvætti sitt frá því að fjármálakreppan hófst fyrir tveimur árum síðan. Tölur frá sérstakri eftirlitsdeild seðlabankans sem rannsakar grunsamlegar fjármunatilfærslur sýna að 15.000 slíkar voru gerðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er rúmlega 50% aukning frá sama tímabili í fyrra og álíka mikið og allt árið 2008. Í flestum tilvikum er talið að um peningaþvætti sé að ræða. Sökum fjármálakreppunnar hafa ítalskir bankar haldið að sér höndunum í útlánum sínum og hefur mafían fyllt inn í það tómarúm sem skapast hefur. Í umfjöllun um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að skipulögð glæpasamtök á Ítalíu juku veltu sína á síðasta ári um 4% og nam hún 135 milljörðum evra eða um 21 þúsund milljörðum króna. Þá hafa nýlegar fjöldahandtökur ítölsku lögreglunnar á meðlimum Ndrangheta, hættulegustu mafíusamtökum landsins, sýnt að samtökin hafa komið sér vel fyrir í kringum Mílanborg sem er fjármálamiðstöð Ítalíu.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira