Ótti veldur því að Danir spara sem aldrei fyrr 23. mars 2010 10:32 Samanlagt á danskur almenningur um 798 milljarða danskra kr. eða vel yfir 18.000 milljarða kr. inni á reikningum í bönkum landsins. Þetta samsvarar því að hver Dani eigi 144.000 danskar kr. eða 3,3 milljónir kr. inni á bankabók sinni.Stór hluti af þessari upphæð eða 87,7% tilheyrir almennum launþegum og ellilífeyrisþegum. Jyllands Posten fjallar um málið undir fyrirsögninni „Óttinn fær okkur til að spara sem aldrei fyrr". Þar er vitnað í nýjar tölur frá seðlabanka landsins, Nationalbanken, sem sýna að innistæðurnar hafa aukist um 74 milljarða danskra kr. á einu ári, það er á milli mars 2008 og mars í ár.Tölur Nationalbanken sýna að meðal Daninn á nú 36 þúsundum danskra kr. meira inn í banka en hann hefur tekið að láni frá bankanum.Hagfræðingurinn Las Olsen hjá Danske Bank segir að þessar upphæðir eigi sér þá skýringu að eðlilegt sé að spara þegar kreppuástand varir. „Þegar maður er í vafa um hvort með hafi vinnu eftir hálft ár er það góð hugmynd að eiga einhvern sjóð í bakhöndinni," segir Olsen.Skuggahliðin á þessum sparnaði er að á meðan peningarnir liggja inn á bankabók er ekki verið að nota þá til neyslu og þar með auka umsvifin í hagkerfinu. „Neytendur eiga þessa peninga en velja að nota þá ekki," segir Olsen en bætir því við að þegar neytendur þora loks að nota peningana sé von á góðri uppsveiflu í hagkerfinu.Fram kemur í frétt Jyllands Posten að aukningin á innlánunum milli 2008 og 2009 sé einkum á óbundnum reikningum sem hægt er að grípa til án fyrirvara. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Samanlagt á danskur almenningur um 798 milljarða danskra kr. eða vel yfir 18.000 milljarða kr. inni á reikningum í bönkum landsins. Þetta samsvarar því að hver Dani eigi 144.000 danskar kr. eða 3,3 milljónir kr. inni á bankabók sinni.Stór hluti af þessari upphæð eða 87,7% tilheyrir almennum launþegum og ellilífeyrisþegum. Jyllands Posten fjallar um málið undir fyrirsögninni „Óttinn fær okkur til að spara sem aldrei fyrr". Þar er vitnað í nýjar tölur frá seðlabanka landsins, Nationalbanken, sem sýna að innistæðurnar hafa aukist um 74 milljarða danskra kr. á einu ári, það er á milli mars 2008 og mars í ár.Tölur Nationalbanken sýna að meðal Daninn á nú 36 þúsundum danskra kr. meira inn í banka en hann hefur tekið að láni frá bankanum.Hagfræðingurinn Las Olsen hjá Danske Bank segir að þessar upphæðir eigi sér þá skýringu að eðlilegt sé að spara þegar kreppuástand varir. „Þegar maður er í vafa um hvort með hafi vinnu eftir hálft ár er það góð hugmynd að eiga einhvern sjóð í bakhöndinni," segir Olsen.Skuggahliðin á þessum sparnaði er að á meðan peningarnir liggja inn á bankabók er ekki verið að nota þá til neyslu og þar með auka umsvifin í hagkerfinu. „Neytendur eiga þessa peninga en velja að nota þá ekki," segir Olsen en bætir því við að þegar neytendur þora loks að nota peningana sé von á góðri uppsveiflu í hagkerfinu.Fram kemur í frétt Jyllands Posten að aukningin á innlánunum milli 2008 og 2009 sé einkum á óbundnum reikningum sem hægt er að grípa til án fyrirvara.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira