Bretadrottning verður líka að herða sultarólina 23. júní 2010 07:17 Elísabet bretadrottning og fjölskylda hennar verður að herða sultarólina eins og aðrir Bretar. Þetta kemur fram í niðurskurðarfrumvarpi því sem George Osborne fjármálaráðherra Bretlands kynnti í gær. Elísabet Bretadrottning fær framfærslustyrk á hverju ári frá breska ríkinu og nemur hann 7,9 milljónum punda eða tæpum hálfum öðrum milljarði króna. Þessi styrkur hefur verið óbreyttur undanfarin 20 ár en hann á að endursskoða á 10 ára fresti. Átti sú endurskoðun að fara fram í ár og raumur eru uppi hugmyndir um að leggja styrkinn af. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er þeirri endurskoðun frestað um ár. Samkvæmt frétt um málið í Daily Mail mun sir Alan Reid fjármálastjóri drottningarinnar hafa tjáð stjórnvöldum að útgjöld Elísabetar væru nú um 7 milljónum punda meiri en nemur styrknum. Megnið af styrknum fer í launagreiðslur til starfsfólks drottningarinnar. Framfærslustyrk þennan má rekja aftur til Georgs þriðja Englandskonungs árið 1760. Þá samdi konungurinn við stjórnvöld að allar lendur konungsfjölskyldunnar færu í umsjón stjórnvalda en á móti fengi fjölskyldan framfærslustyrk. Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Elísabet bretadrottning og fjölskylda hennar verður að herða sultarólina eins og aðrir Bretar. Þetta kemur fram í niðurskurðarfrumvarpi því sem George Osborne fjármálaráðherra Bretlands kynnti í gær. Elísabet Bretadrottning fær framfærslustyrk á hverju ári frá breska ríkinu og nemur hann 7,9 milljónum punda eða tæpum hálfum öðrum milljarði króna. Þessi styrkur hefur verið óbreyttur undanfarin 20 ár en hann á að endursskoða á 10 ára fresti. Átti sú endurskoðun að fara fram í ár og raumur eru uppi hugmyndir um að leggja styrkinn af. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er þeirri endurskoðun frestað um ár. Samkvæmt frétt um málið í Daily Mail mun sir Alan Reid fjármálastjóri drottningarinnar hafa tjáð stjórnvöldum að útgjöld Elísabetar væru nú um 7 milljónum punda meiri en nemur styrknum. Megnið af styrknum fer í launagreiðslur til starfsfólks drottningarinnar. Framfærslustyrk þennan má rekja aftur til Georgs þriðja Englandskonungs árið 1760. Þá samdi konungurinn við stjórnvöld að allar lendur konungsfjölskyldunnar færu í umsjón stjórnvalda en á móti fengi fjölskyldan framfærslustyrk.
Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira