Dýrasti skilnaður sögunnar í uppsiglingu 8. apríl 2010 14:38 Dýrasti skilnaður sögunnar er nú í uppsiglingu í Bandaríkjunum. Hjónin sem hér um ræðir eru ekki bara að slást um þennan hefðbundna fjölda af húsum, snekkjum, einkaþotum og nær daglegan aðgang að hárgreiðslumeistara sínum. Örlög ástsælasta íþróttaliðs Bandaríkjanna ráðast einnig í þessum skilnaði.Hjónin sem hér um ræðir eru Frank og Jamie McCourt og íþróttaliðið er hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers, eitt það árangursríkasta í Bandaríkjunum þegar tekjur af slíkri starfsemi eru metnar.Eiginkonan Jamie var forstjóri liðsins þar til eignmaðurinn Frank rak hana úr starfinu í fyrra. Í skilnaðarmálinu gerir Jaime kröfu um að fá starfið aftur og staðhæfir að hún eigi enn helming liðsins. Þar að auki krefst hún þess að fá aftur bílastæðið sitt við Dodger leikvanginn.Í umfjöllun um málið í Daily Mail segir að fyrir utan framangreint fari Jaime fram á milljón dollara á mánuði í framfærslukostnað, 9 milljónir dollara til að borga skilnaðarlögmönnum sínum, ótæmandi ferðalagasjóð og öryggisvakt allan sólarhringinn.Frank McCourt hefur hafnað þessum kröfum þar sem hann segist aðeins vinna sér um um 5 milljónir dollara á ári þessa dagana vegna kreppunnar. Frank hefur boðið fyrrum eiginkonu sinni 150.000 dollara á mánuði í framfærslukostnað, eða rúmlega 19 milljónir kr. Ef hún þurfi eitthvað meira hefur Frank bent henni á að selja eignir.Eignir þeirra hjóna eftir 30 ára hjónaband eru talsverðar eða um 1,2 milljarðar dollara. Stærsta eignin er Los Angeles Dodgers en liðið er metið á 800 milljónir dollara. Í eignasafninu eru einnig sex vegleg heimili víða um Bandaríkin, lystisnekkja og einkaþota svo eitthvað sé nefnt.Ástæða skilnaðarins er hefðbundin, þau ásaka hvort annað um framhjáhald. Málið er rekið fyrir dómstól í Kaliforníu. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Dýrasti skilnaður sögunnar er nú í uppsiglingu í Bandaríkjunum. Hjónin sem hér um ræðir eru ekki bara að slást um þennan hefðbundna fjölda af húsum, snekkjum, einkaþotum og nær daglegan aðgang að hárgreiðslumeistara sínum. Örlög ástsælasta íþróttaliðs Bandaríkjanna ráðast einnig í þessum skilnaði.Hjónin sem hér um ræðir eru Frank og Jamie McCourt og íþróttaliðið er hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers, eitt það árangursríkasta í Bandaríkjunum þegar tekjur af slíkri starfsemi eru metnar.Eiginkonan Jamie var forstjóri liðsins þar til eignmaðurinn Frank rak hana úr starfinu í fyrra. Í skilnaðarmálinu gerir Jaime kröfu um að fá starfið aftur og staðhæfir að hún eigi enn helming liðsins. Þar að auki krefst hún þess að fá aftur bílastæðið sitt við Dodger leikvanginn.Í umfjöllun um málið í Daily Mail segir að fyrir utan framangreint fari Jaime fram á milljón dollara á mánuði í framfærslukostnað, 9 milljónir dollara til að borga skilnaðarlögmönnum sínum, ótæmandi ferðalagasjóð og öryggisvakt allan sólarhringinn.Frank McCourt hefur hafnað þessum kröfum þar sem hann segist aðeins vinna sér um um 5 milljónir dollara á ári þessa dagana vegna kreppunnar. Frank hefur boðið fyrrum eiginkonu sinni 150.000 dollara á mánuði í framfærslukostnað, eða rúmlega 19 milljónir kr. Ef hún þurfi eitthvað meira hefur Frank bent henni á að selja eignir.Eignir þeirra hjóna eftir 30 ára hjónaband eru talsverðar eða um 1,2 milljarðar dollara. Stærsta eignin er Los Angeles Dodgers en liðið er metið á 800 milljónir dollara. Í eignasafninu eru einnig sex vegleg heimili víða um Bandaríkin, lystisnekkja og einkaþota svo eitthvað sé nefnt.Ástæða skilnaðarins er hefðbundin, þau ásaka hvort annað um framhjáhald. Málið er rekið fyrir dómstól í Kaliforníu.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira