Viðskipti erlent

BP staðfestir að Hayward láti af störfum

Stjórn BP olíufélagsins hefur staðfest að Tony Hayward láti af störfum sem forstjóri félagsins og að Bandaríkjamaðurinn Bob Dudley taki við stöðunni.

Í frétt um málið á Reuters segir að Dudley muni taka formlega við sem forstjóri BP þann 1. október n.k. Hayward segir í samtali við fréttamenn að hann telji ekki mögulegt fyrir BP að ná frekari árangri í Bandaríkjunum með hann sem forstjóra. Því sé bæði félaginu og honum fyrir bestu að hann láti af forstjórastarfinu.

Eins og áður hefur komið fram í fréttum mun Hayward fá yfir 2 milljarða kr. í starfslokgreiðslur og auk þess hefur BP útvegað honum toppstöðu hjá rússnesku dótturfélagi sínu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×