Viðskipti erlent

Norðmenn bjóða Írum fjárhagsaðstoð

Norðmenn hafa nú bæst í hóp þeirra þjóða sem bjóðast til að styðja Írland fjárhagslega en þá í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Þetta kemur fram í viðtali EU Observer við Sigbjörn Johnsen fjármálaráðherra Noregs.

Sigbjörn segir að Noregur muni taka þátt í að fjármagna það lán sem veitt verður af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en einnig komi til greina að Noregur láni Írlandi beint eins og Bretar og Svíar hafa boðist til að gera.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×