Þjóðverjar segja Grikki verða að bjarga sér sjálfir Óli Tynes skrifar 16. febrúar 2010 08:41 Grikkir fá snjókaldar kveðjur frá Þjóðverjum. Sextán af tuttugu og sjö ríkjum Evrópusambandsins hafa tekið upp evru sem gjaldmiðil. Raunir Grikklands eru fyrsta alvarlega áhlaupsprófið sem evruríkin hafa staðið frammifyrir. Þær hafa minnkað traust á myntinni og evran hefur fallið í verði gagnvart dollaranum. Fyrir helgi virtist sem hin evruríkin ætluðu að koma Grikklandi til hjálpar. Ríki utan evrusvæðisins tóku það hinsvegar ekki í mál. Alastair Darling fjármálaráðherra Bretlands sagði til dæmis að þeir hefðu engan áhuga á að ausa fé í Grikkland.Það gæti einnig orðið niðurstaða evruríkjanna. Talsmaður þýska fjármálaráðuneytisins, Michael Offer sagði í gærkvöldi að ekki yrði settur upp sjóður til þess að aðstoða evruríki sérstaklega.Hann sagði að ekki yrði komist hjá sársaukafullum niðurskurði í Grikklandi. Landið yrði að minnka fjárlagahalla sinn um fjögur prósentustig á þessu ári og koma honum niður í þrjú prósent af landsframleiðslu fyrir 2012.Það er í takt við skilyrðin fyrir því að lönd fái að taka yfirleitt þátt í myntbandalaginu.Þýska stjórnin hefur ríkan stuðning fyrir þessari stefnu meðal þegna sinna.Mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur því að rétta Grikkjum hjálparhönd. Fimmtíu og þrjú prósent landsmanna vilja frekar reka Grikkland úr myntbandalaginu.Önnur ríki hafa meiri samúð með Grikkjum og á fundi sem nú stendur yfir er nú reynt að leysa þennan vanda. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Sextán af tuttugu og sjö ríkjum Evrópusambandsins hafa tekið upp evru sem gjaldmiðil. Raunir Grikklands eru fyrsta alvarlega áhlaupsprófið sem evruríkin hafa staðið frammifyrir. Þær hafa minnkað traust á myntinni og evran hefur fallið í verði gagnvart dollaranum. Fyrir helgi virtist sem hin evruríkin ætluðu að koma Grikklandi til hjálpar. Ríki utan evrusvæðisins tóku það hinsvegar ekki í mál. Alastair Darling fjármálaráðherra Bretlands sagði til dæmis að þeir hefðu engan áhuga á að ausa fé í Grikkland.Það gæti einnig orðið niðurstaða evruríkjanna. Talsmaður þýska fjármálaráðuneytisins, Michael Offer sagði í gærkvöldi að ekki yrði settur upp sjóður til þess að aðstoða evruríki sérstaklega.Hann sagði að ekki yrði komist hjá sársaukafullum niðurskurði í Grikklandi. Landið yrði að minnka fjárlagahalla sinn um fjögur prósentustig á þessu ári og koma honum niður í þrjú prósent af landsframleiðslu fyrir 2012.Það er í takt við skilyrðin fyrir því að lönd fái að taka yfirleitt þátt í myntbandalaginu.Þýska stjórnin hefur ríkan stuðning fyrir þessari stefnu meðal þegna sinna.Mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur því að rétta Grikkjum hjálparhönd. Fimmtíu og þrjú prósent landsmanna vilja frekar reka Grikkland úr myntbandalaginu.Önnur ríki hafa meiri samúð með Grikkjum og á fundi sem nú stendur yfir er nú reynt að leysa þennan vanda.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira