Hamleys í útrás á Balkanskaganum 12. mars 2010 09:14 Leikfangaverslanakeðjan Hamleys er komin í mikla útrás á Balkanskaganum. Hefur Hamleys gert saminga um notkun á nafni keðjunnar í verslunum á níu markaðssvæðum í löndum sem tilheyra Balkanskaganum að því er segir í frétt á Retailweek. Skilanefnd Landsbankans fer nú með 65% hlut í Hamleys en hann var áður í eigu Baugs. Breska blaðið Indepentant birti í gærdag ítarlegt viðtal við Guðjón Reynisson forstjóra Hamleys þar sem m.a. var rætt um stöðuna hjá keðjunni og tvær nýjar búðir sem Hamleys er að opna í Dubai og Mumbai á Indlandi. Sem stendur rekur Hamleys verslanir í 14 löndum víða um heiminn. Fjármálakreppan kom við kaunin í rekstri Hamleys en eftir mikla endurskipulagningu á síðasta ári og met jólavertíð í fyrra er reksturinn kominn á gott skrið að sögn Guðjóns. Hann nefnir að eignarhald Landsbankans á Hamleys hafi skapað þann stöðugleika sem þurfti til að endurskipulagningin tókst svo vel sem raun ber vitni. „Þetta er að mestu því að þakka að Landsbankinn hefur frið í fimm til sjö ár frá kröfuhöfum til að hámarka eignasafn sitt," segir Guðjón. Þar sem skuldir Hamleys eru nú aðeins tvöföld Ebitda keðjunnar segir Guðjón að Hamleys sé í mjög góðu formi þessa dagana. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Leikfangaverslanakeðjan Hamleys er komin í mikla útrás á Balkanskaganum. Hefur Hamleys gert saminga um notkun á nafni keðjunnar í verslunum á níu markaðssvæðum í löndum sem tilheyra Balkanskaganum að því er segir í frétt á Retailweek. Skilanefnd Landsbankans fer nú með 65% hlut í Hamleys en hann var áður í eigu Baugs. Breska blaðið Indepentant birti í gærdag ítarlegt viðtal við Guðjón Reynisson forstjóra Hamleys þar sem m.a. var rætt um stöðuna hjá keðjunni og tvær nýjar búðir sem Hamleys er að opna í Dubai og Mumbai á Indlandi. Sem stendur rekur Hamleys verslanir í 14 löndum víða um heiminn. Fjármálakreppan kom við kaunin í rekstri Hamleys en eftir mikla endurskipulagningu á síðasta ári og met jólavertíð í fyrra er reksturinn kominn á gott skrið að sögn Guðjóns. Hann nefnir að eignarhald Landsbankans á Hamleys hafi skapað þann stöðugleika sem þurfti til að endurskipulagningin tókst svo vel sem raun ber vitni. „Þetta er að mestu því að þakka að Landsbankinn hefur frið í fimm til sjö ár frá kröfuhöfum til að hámarka eignasafn sitt," segir Guðjón. Þar sem skuldir Hamleys eru nú aðeins tvöföld Ebitda keðjunnar segir Guðjón að Hamleys sé í mjög góðu formi þessa dagana.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira