Fyrirtækjaáhlaup hafið á írska banka 18. nóvember 2010 09:58 Fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við írska banka hafa tekið út innistæður sínar svo milljörðum evra skiptir á undanförnum vikum og mánuðum. Einstaklingar eru hinsvegar rólegri enda eru innistæður þeirra með ríkisábyrgð. Þetta kemur fram í Financial Times. Fyrirtækin sem hér um ræðir óttast að tapa fé sínu í írsku bönkunum ef skuldakreppan sem hrjáir þessa banka muni enn fara versnandi. Í síðustu viku viðurkenndi Bank of Ireland, einn stærsti banki landsins, að hann hefði misst frá sér 12% af öllum innlánum sínum á skömmum tíma í september. Samtals var um 10 milljarða evra, eða rúmlega 1.500 milljarða kr., að ræða sem teknar voru út af innlánsreikningum í bankanum. Í gærdag viðurkenndi annar írskur banki, Life & Permanent, að hann hefði misst 11% af innlánum sínum í ágúst og september. Báðir þessir bankar staðhæfa að stöðuleiki hafi komist á síðan þessi áhlaup voru gerð á innistæðurnar. Samkvæmt fleiri greinendum sem Financial Times hefur rætt um eru írsku bankarnir nú undir „rólegu áhlaupi". Hank Calenti greinandi hjá franska bankanum Société Générale segir að menn sjái ekki biðraðir fólks við að taka út innistæður sínar. „En það virðist vera rólegt áhlaup í gangi hvað varðar innistæður fyrirtækja í bönkunum," segir Calenti. Samkvæmt Financial Times varð samsvarandi útstreymi af fyrirtækjainnlánum til þess að Lehman Brothers bankinn hrundi haustið 2008. Írskir bankar hafa hingað til getað haldið sér á floti með gífurlegum lántökum hjá seðlabanka Evrópu (ECB). Í október höfðu írskir bankar þannig fengið lánað um fjórðunginn af öllu útlánafé ECB þann mánuð eða sem samsvarar 130 milljörðum evra, eða tæplega 20 þúsund milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að írska hagkerfið er ekki nema 2% af heildarstærð hagkerfisins á evrusvæðinu. Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við írska banka hafa tekið út innistæður sínar svo milljörðum evra skiptir á undanförnum vikum og mánuðum. Einstaklingar eru hinsvegar rólegri enda eru innistæður þeirra með ríkisábyrgð. Þetta kemur fram í Financial Times. Fyrirtækin sem hér um ræðir óttast að tapa fé sínu í írsku bönkunum ef skuldakreppan sem hrjáir þessa banka muni enn fara versnandi. Í síðustu viku viðurkenndi Bank of Ireland, einn stærsti banki landsins, að hann hefði misst frá sér 12% af öllum innlánum sínum á skömmum tíma í september. Samtals var um 10 milljarða evra, eða rúmlega 1.500 milljarða kr., að ræða sem teknar voru út af innlánsreikningum í bankanum. Í gærdag viðurkenndi annar írskur banki, Life & Permanent, að hann hefði misst 11% af innlánum sínum í ágúst og september. Báðir þessir bankar staðhæfa að stöðuleiki hafi komist á síðan þessi áhlaup voru gerð á innistæðurnar. Samkvæmt fleiri greinendum sem Financial Times hefur rætt um eru írsku bankarnir nú undir „rólegu áhlaupi". Hank Calenti greinandi hjá franska bankanum Société Générale segir að menn sjái ekki biðraðir fólks við að taka út innistæður sínar. „En það virðist vera rólegt áhlaup í gangi hvað varðar innistæður fyrirtækja í bönkunum," segir Calenti. Samkvæmt Financial Times varð samsvarandi útstreymi af fyrirtækjainnlánum til þess að Lehman Brothers bankinn hrundi haustið 2008. Írskir bankar hafa hingað til getað haldið sér á floti með gífurlegum lántökum hjá seðlabanka Evrópu (ECB). Í október höfðu írskir bankar þannig fengið lánað um fjórðunginn af öllu útlánafé ECB þann mánuð eða sem samsvarar 130 milljörðum evra, eða tæplega 20 þúsund milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að írska hagkerfið er ekki nema 2% af heildarstærð hagkerfisins á evrusvæðinu.
Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira