Viðskipti erlent

Eigandi Red Sox í Boston kaupir Liverpool

John Henry eigandi bandaríska hafnarboltaliðsins Red Sox í Boston er um það bil að ganga frá kaupum á enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool.

Þetta kemur fram á heimasíðu liðsins sem og í flestum fjölmiðlum í Bretlandi í morgun. Martin Broughton stjórnarformaður Liverpool segir í yfirlýsingu á heimsíðunni að tilboði Henry hafi verið tekið þar sem það uppfylli öll skilyrði sem sett voru.

Mikil átök hafa verið innan stjórnar Liverpool um söluna á liðinu en stærstu eigendur þess, Tom Hicks og George Gillett, vildu fá meira verð fyrir liðið. Hinsvegar eru þeir í þröngri stöðu því fyrir lá að Bank of Scotland myndi yfirtaka liðið ef Hicks og Gillett hefðu ekki getað borgað 240 milljón punda skuld sína við bankann í vikulokin.

Talið er að tilboð John Henry nemi um 300 milljónum punda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×