Þráðlaust rafmagn og þrívíddarsjónvarp 3. febrúar 2010 03:45 Björn Gunnar Birgisson. „Sýningin var vel heppnuð og er orðin nokkuð stór, en þarna voru um 120 þúsund manns,“ segir Björn Gunnar Birgisson, yfirvörustjóri PC tölva og íhluta hjá Nýherja. Hann sótti heim CES-raftækjasýninguna sem haldin er í Las Vegas í Bandaríkjunum í janúar ár hvert. Þar keppast framleiðendur um að kynna „tækni framtíðarinnar“. Með því markverðasta sem fyrir augu bar þótti Birni Gunnari vera hversu langt er komin tækni þar sem tæki notast við „þráðlaust rafmagn“. Tæknin er skyld því sem fólk þekkir í spanhellum nýlegra eldavéla, en í henni felst að lítil borð geta leitt rafmagn yfir í raftæki sem hafa á að skipa búnaði til að taka við því. Þannig kunni hleðslutæki fyrir farsíma að heyra sögunni til ef hægt er að leggja frá sér farsíma á borð, eða mælaborð bílsins, þar sem hann dregur í sig hleðsluna. Rafmagnsflutningurinn er líka nægur til þess að keyra raftæki beint án þess að þau hlaði einhverja rafhlöðu. „Þarna stóð maður og blandaði drykki í stríðum straumi í „blender“ sem ekki þurfti í neina snúru,“ segir Björn Gunnar. „Það virðast lítil takmörk í þessum orkuflutningi og er alveg rosalega spennandi.“ Þá var mikið púður lagt í þrívíddarsjónvörp á sýningunni og nær allir framleiðendur að kynna nýja tækni á því sviði. „Menn spá því að árið 2012 verði nánast helmingur allra sjónvarpstækja þrívíddartæki,“ segir Björn Gunnar. Önnur ný tækni sem er að ryðja sér til rúms eru svo rafbækurnar, en Björn Gunnar segir að Amazon.com hafi selt fleiri slíkar fyrir síðustu jól en hefðbundnar bækur. Hér heima eigi menn í viðræðum við tollinn um hvernig eigi að flokka gripinn. „Þeir vilja tolla þetta með upptökutækjum sem kallar á 35 prósenta vörugjöld og verðleggur þetta beint út af markaðnum,“ segir hann og telur eðlilegra að rafbækurnar fari í sama flokk og aðrar tölvur. „Annars var maður líka mikið að skoða það sem birgir okkar, Lenovo, var að kynna þarna,“ segir Björn og kvað hafa verið skemmtilegt að fyrirtækið hafi fengið verðlaun á sýningunni fyrir að vera með flottustu fartölvurnar. Í nýrri umfjöllun breska dagblaðsins Daily Telegraph kemur fram að í Bretlandi sé ráðgert að sala á þrívíddarsjónvarpstækjum hefjist þegar í apríl á þessu ári. Verð á tækjunum er áætlað að verði tvö til þrjú þúsund pund, eða á milli 400 og 600 þúsund íslenskar krónur. Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Sýningin var vel heppnuð og er orðin nokkuð stór, en þarna voru um 120 þúsund manns,“ segir Björn Gunnar Birgisson, yfirvörustjóri PC tölva og íhluta hjá Nýherja. Hann sótti heim CES-raftækjasýninguna sem haldin er í Las Vegas í Bandaríkjunum í janúar ár hvert. Þar keppast framleiðendur um að kynna „tækni framtíðarinnar“. Með því markverðasta sem fyrir augu bar þótti Birni Gunnari vera hversu langt er komin tækni þar sem tæki notast við „þráðlaust rafmagn“. Tæknin er skyld því sem fólk þekkir í spanhellum nýlegra eldavéla, en í henni felst að lítil borð geta leitt rafmagn yfir í raftæki sem hafa á að skipa búnaði til að taka við því. Þannig kunni hleðslutæki fyrir farsíma að heyra sögunni til ef hægt er að leggja frá sér farsíma á borð, eða mælaborð bílsins, þar sem hann dregur í sig hleðsluna. Rafmagnsflutningurinn er líka nægur til þess að keyra raftæki beint án þess að þau hlaði einhverja rafhlöðu. „Þarna stóð maður og blandaði drykki í stríðum straumi í „blender“ sem ekki þurfti í neina snúru,“ segir Björn Gunnar. „Það virðast lítil takmörk í þessum orkuflutningi og er alveg rosalega spennandi.“ Þá var mikið púður lagt í þrívíddarsjónvörp á sýningunni og nær allir framleiðendur að kynna nýja tækni á því sviði. „Menn spá því að árið 2012 verði nánast helmingur allra sjónvarpstækja þrívíddartæki,“ segir Björn Gunnar. Önnur ný tækni sem er að ryðja sér til rúms eru svo rafbækurnar, en Björn Gunnar segir að Amazon.com hafi selt fleiri slíkar fyrir síðustu jól en hefðbundnar bækur. Hér heima eigi menn í viðræðum við tollinn um hvernig eigi að flokka gripinn. „Þeir vilja tolla þetta með upptökutækjum sem kallar á 35 prósenta vörugjöld og verðleggur þetta beint út af markaðnum,“ segir hann og telur eðlilegra að rafbækurnar fari í sama flokk og aðrar tölvur. „Annars var maður líka mikið að skoða það sem birgir okkar, Lenovo, var að kynna þarna,“ segir Björn og kvað hafa verið skemmtilegt að fyrirtækið hafi fengið verðlaun á sýningunni fyrir að vera með flottustu fartölvurnar. Í nýrri umfjöllun breska dagblaðsins Daily Telegraph kemur fram að í Bretlandi sé ráðgert að sala á þrívíddarsjónvarpstækjum hefjist þegar í apríl á þessu ári. Verð á tækjunum er áætlað að verði tvö til þrjú þúsund pund, eða á milli 400 og 600 þúsund íslenskar krónur.
Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira