Icesave lánið olli hörðum deilum í breska stjórnarráðinu 19. febrúar 2010 08:47 Sú ákvörðun Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands að lána Íslendingum 3 milljarða punda í október 2008 vegna Icesave reikninganna olli hörðum deilum milli hans og æðsta embættismanni fjármálaráðuneytisins, ráðuneytisstjóranum Sir Nicholas Macpherson.Fjallað er um málið í blaðinu Times en bréfaskrif milli Darling og Macpherson um lánið hafa verið gerð opinber eftir að bréfin komust í hendur Frjálslynda flokksins. Þar kemur einnig fram að Seðlabanki Englands (Bank of England) var á móti þessari lánveitingu.Macpherson greinir frá miklum áhyggjum sínum af lánveitingunni og varaði við að Bretland ætti á hættu að fá lánið ekki endurgreitt. Darling hundsaði ráð Macpherson og Bank of England og fyrirskipaði að lánið skyldi veitt.Í frétt Times segir að aðvaranir Macpherson virðast hafa verið réttmætar í ljósi þess sem síðar hefur gerst og er þar m.a. vísað til ákvörðunnar forseta Íslands um að vísa Icesave málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu.Í bréfi sem Macpherson skrifar eftir fund með Darling þann 8. október 2008 kemur m.a. fram að lánið sé ekki hagstætt breskum skattgreiðendum og að Bank of England sé sammála honum um að tillaga Darling um lánveitinguna fari framyfir það sem þurfi til að viðhalda fjármálastöðugleika landsins. Einnig sé æskilegt að málið verði rætt við ríkisendurskoðun Bretlands.Þá segir í bréfinu..."það er sá möguleiki til staðar að íslensk stjórnvöld muni ekki vilja eða geta endurgreitt þá fjármuni sem Bretar leggja fram."Í svari Darling við þessu bréfi segir m.a. að Darling hafi komist að niðurstöðu sinni vegna þess alvarlega trúnaðarbrests sem komin er upp milli banka og viðskiptavina þeirra. Hvað varðar áhyggjur Macpherson af því að Íslendingar muni ekki endurgreiða lánið segir Darling að hann hafi skriflegan samning frá íslenskum stjórnvöldum um að þau muni styðja við bakið á innistæðutryggingarsjóði sínum. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Sú ákvörðun Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands að lána Íslendingum 3 milljarða punda í október 2008 vegna Icesave reikninganna olli hörðum deilum milli hans og æðsta embættismanni fjármálaráðuneytisins, ráðuneytisstjóranum Sir Nicholas Macpherson.Fjallað er um málið í blaðinu Times en bréfaskrif milli Darling og Macpherson um lánið hafa verið gerð opinber eftir að bréfin komust í hendur Frjálslynda flokksins. Þar kemur einnig fram að Seðlabanki Englands (Bank of England) var á móti þessari lánveitingu.Macpherson greinir frá miklum áhyggjum sínum af lánveitingunni og varaði við að Bretland ætti á hættu að fá lánið ekki endurgreitt. Darling hundsaði ráð Macpherson og Bank of England og fyrirskipaði að lánið skyldi veitt.Í frétt Times segir að aðvaranir Macpherson virðast hafa verið réttmætar í ljósi þess sem síðar hefur gerst og er þar m.a. vísað til ákvörðunnar forseta Íslands um að vísa Icesave málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu.Í bréfi sem Macpherson skrifar eftir fund með Darling þann 8. október 2008 kemur m.a. fram að lánið sé ekki hagstætt breskum skattgreiðendum og að Bank of England sé sammála honum um að tillaga Darling um lánveitinguna fari framyfir það sem þurfi til að viðhalda fjármálastöðugleika landsins. Einnig sé æskilegt að málið verði rætt við ríkisendurskoðun Bretlands.Þá segir í bréfinu..."það er sá möguleiki til staðar að íslensk stjórnvöld muni ekki vilja eða geta endurgreitt þá fjármuni sem Bretar leggja fram."Í svari Darling við þessu bréfi segir m.a. að Darling hafi komist að niðurstöðu sinni vegna þess alvarlega trúnaðarbrests sem komin er upp milli banka og viðskiptavina þeirra. Hvað varðar áhyggjur Macpherson af því að Íslendingar muni ekki endurgreiða lánið segir Darling að hann hafi skriflegan samning frá íslenskum stjórnvöldum um að þau muni styðja við bakið á innistæðutryggingarsjóði sínum.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira